Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 161

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 161
RITDÚMAR heiminn, verður vitni að einhvers konar heiðinni frjósemismessu og hittir þar konu sem hann á með ástarfund í tungls- ljósi. Eða hefur þetta allt verið draumur, eða kannski fyrirboði þess sem á eftir að gerast? Hið framandlega umhverfi orkar mjög sterkt á næma vitund þannig að stundum er eins og Sturla hafi gengið inn í einhverja furðusögu eða ævintýri og geti vart greint á milli hvað er raunveru- leiki og hvað ímyndun. Þetta tvennt rennur skemmtilega saman í lýsingu á fýrsta degi hans í Rómaborg, með „björt augu komin langt að og enn ekki orðin dofin fyrir því sem honum var einhver nýlunda þrátt fyrir langt ferðavolk“ (191). í stuttu máli fer Sturla á kráarand í Róm eins og margur góður landinn eftir hans dag, og það kemur halarófa af skrautklæddu fólki eftir torginu og dökkleit mánadís þrífur hann með sér í dansinn og setur vínkönnu á varir hon- um svo að út úr flóir. Síðan týnast allar áttir inn í einhvern „rauðafoss úr forn- um goðheimum sem byrgði fyrir allt stafróf' (195). Með frábæru myndsæi er því lýst þegar draumurinn og víman renna af honum og veröldin tapar sínu töfragliti: Og svo bráir af honum og konan hálf ofan á honum og hálf í kuðluðu líni. Hann vissi ekki hvar hann var, og átti eftir að komast að því hver hann væri eftir því sem stök brot úr nóttinni hrundu fyrir hraðfara degi undan rós- litum gómum morguns sem hreyfði við bláleitum straumi og setti gárur inn í þennan sal og gerði að kytru. (195-6). Hér er búið í haginn fyrir hinn maka- lausa kafla um aflausnina sem nú fer í hönd. Sturlunga segir stuttlega frá aflausn Sturlu Sighvatssonar, og Thor fylgir hér texta hennar trúlega svo langt sem hann nær, eins og jafnan þegar honum er til að dreifa. Aðdragandi aflausnarinnar minn- ir hins vegar í lýsingunni meira á karnival en einlægar iðrunargöngur bænadag- anna. Herbergið fyllist af fólki sem er búið „viðhafnarklæðum leiksviðsins", en sjálf- ur er Sturla færður í skrautlaus iðrunar- klæði. Síðan hefst gangan, syndarinn í miðjum hópnum, hugur hans „sár í angist sinni, brann í iðrun og af þrá eftir hrein- leika, þungur af syndugum minningum og ákallandi hljóður Guð sinn og móður hans, þá rós himneskrar mildi og jarð- neskrar, að mætti hann hljóta náð og líkn, og forlátið verða allt sem hann hafði mis- gert við menn og Guðs vilja . .Hér er skemmtilegt tvísæi í frásögninni, annars vegar lýsingin á hinni skrautlegu fylkingu sem þrátt fýrir búningana leiðir hugann að dansleiðingunni kvöldið áður, hins vegar angist hins iðrandi syndara sem „kannski" undrast blendni múgsins og hafði „búizt við að athöfn þessari fylgdi eindregnari alvara, jafnvel helgi“. Að vísu hefur Sturla reikað í burtu þegar hinn heilagi faðir þurrkar framan úr sér ffóm- leiksfarðann að aflokinni athöfn. En getur verið að að honum læðist grunur um að sjálf aflausnin sem hann hafði þráð svo mjög á ferð sinni og gekk svo nærri hon- um hafi ekki verið annað en skrípaleikur framinn af guðlausum rómverskum loddurum og skækjum? Mannlýsing Einkunnarorð fyrri íslandsbálksins (5) eru draumvísa úr Sturlungu: „Blóði mun rigna / á berar þjóðir. / Þá mun oddur og egg / arfi skipta. / Nú er hin skarpa / skálmöld komin.“ Við hljótum að skoða mannlýsingu Sturlu gegnt þessum bak- grunni, landi sem logar í ófriði og þar sem öll gildi eru á hverfanda hveli, öll siðaboð eru orðin afstæð: TMM 1999:1 www.mm.is 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.