Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 32
Arni bergmann hefði gleypt hann“ eins og nú mundi sagt. Skáldið og ritstjórinn Plétnév lýsir í einkabréfi fyrirlitningu sinni á „letingja eins og Púshkín sem gerir ekkert nema róta á morgnana í gömlum bréfum til sjálfs sín ... og aka með konu sinni á böll á kvöldin, meir sjálfum sér til gamans en henni.“19 Að auki átti hann marga óvini í bókmenntaheiminum sem, að því er skáldið Vladimír Sollogúb segir í æviminningum sínum „létu hann aldrei í ffiði og særðu hans stygga metnað með því að klifa á því að allur vindur væri úr Púshkín, hann væri orðinn gamaldags, búinn að vera sem skáld“20. Og það sem verra var: kannski hafði hann aldrei mikils virði verið? Á þeim dögum var það í tísku að skjóta á andstæðinga í blöðum og tímaritum með því að þykjast vera að segja frá höfðingjum og skáldum erlendis. Einn sá meinfysnasti af höfundum slíkra pistla var Faddej nokkur Búlgarín, höfðingjasleikja, spíón og sjálfur miðlungsskáld sem birti m.a. í blaði sínu Severnaja ptsjela svonefnda „grein úr ensku blaði“ um „franskt skáld“ - en lætur öllum skiljast að um Púshkín sé að ræða. Segir þar, að þessi „effirapari Byrons“ hafi nú glutrað niður vin- sældum sínum enda hafi hann „aldrei hugsað heila hugsun í verkum sínum, aldrei sett fram eina einustu háleita tilfinningu, öngvan nytsaman sannleika ... kastaði hann steinum að öllu sem heilagt var, hrósaði sér við skrílinn af frelsishug en skreið fyrir fótum valdsmanna ... lét stjórnast af aðeins einni ástríðu, hégómleikanum.“ (P. VII, 679). Hér hafa safhast upp fleiri vandræði en verði hrakin burt með því einu að minna með glæsilegum hætti á eilífan mikilleika skáldskaparins og bera fram spádóm um væntanlega aðild skáldsins að honum. Nú var komið að því að leggja mat á það hvaða erindi skáldið hafði átt við samtíð sína og þjóð. III Púshkín hafði áður ort um þessi efni. Eitt þekktasta dæmið er kvæðið Poet í tolpa (Skáldið og lýðurinn) sem er ort í formi samtals. Heimskur lýðurinn (eða skríllinn) kvartar yfir því að söngvar skáldsins séu „ófrjóir“ og vita gagnslausir. Til einskis glamri hann á hörpu sína, hann ætti heldur að nota gáfu sína til að „bæta hjörtu bræðra sinna“, lesa þeim „djarfa pistla" enda muni ekki af veita: Við erum ósvífnir, lymskir illir, huglausir, vanþakklátir geldingar kaldir á hjarta ... Skáldið vísar þessu voli frá sér með fyrirlitningu: Aldrei munuð þið, „þrælar áhyggju og nauðsynjar,11 skilja göfuga list. Þið metið leirpott meira en marm- arann sem geymir mynd Apollós því „í honum sjóðið þið graut.“ Ekki mun 30 www.mm.is TMM 1999:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.