Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 10
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR margt annað ekki. Fræði hennar veita innsýn í íranskt-evrópskt vísindasam- félag á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, en einnig það íslenska. Menntun og hugðarefni hennar og samtímamanna hennar Guðmundar Finnbogasonar og Ágústs H. Bjarnasonar skarast á margan hátt, en öll lærðu þau um tíma hjá danska heimspekingnum Harald Hoffding. Þau taka öll mið af kenning- um líffræði um þróun lífsins, og Björg og Guðmundur Finnbogason voru undir miklum áhrifum af kenningum franska heimspekingsins Henry Berg- son. Ennfremur var hugtakið samúð þeim báðum mjög hugleikið. Það er grundvallarhugtak í kenningum beggja um skynjun og skilning og forsend- ur þekkingar, og í fræðum Bjargar er samúð einnig túlkuð sem frumkraftur eða sköpunarmáttur lífsins. Áhugi Bjargar á þróun lífsins leiddi til þess að hún velti fyrir sér sambandi erfða og aðbúnaðar og geta ffæði hennar þess vegna varpað ljósi á þróun erfðavísinda á þessari öld. Kenningar Bjargar um þetta efni er að frnna í tveggja binda óbirtu verki hennar, sem hún kallaði Lífþróun, og í yfirlitsgreinum um þetta efni sem hún birti í íslenskum tíma- ritum.9 Eins og titillinn „Lífþróun“ gefur til kynna byggir Björg skilning sinn á mannverunni á þróunarkenningu. Hún telst til svokallaðra Ný-Lamarc- kista, en kenning Lamarcks um þróun lífsins var í mótsögn við þróunar- kenningu Darwins í veigamiklum atriðum. Ný-Lamarckismi byggir á kenningu Jean-Baptiste de Monet, riddara af Lamarck (1744-1829). Grunn- hugmyndir kenningarinnar eru tvær: 1. Allt líf er gætt „innri þörf ‘ til fullkomnunar og það hlýtur því að þróast þannig að af hinum einföldustu lífverum þróist smám saman æ flóknari og fúllkomnari form. 2. Gangverk þróunarinnar skýrist af því að líkamspartar stækki og þrosk- ist við notkun eða rýrni og hverfi við notkunarleysi. Þessir áunnu eiginleikar ganga að erfðum og þannig breytast lífverurnar smám saman uns nýjar teg- undir verða til.10 Darwinismi gengur hins vegar út frá hugmyndinni um náttúruval eða nátt- úrulegt val.11 Öllum tegundum er áskapaður breytileiki sem gengur að ein- hverju leyti að erfðum. Stöðugt á sér stað lífsbarátta, barátta fyrir tilverunni, og þeir einstaklingar sem best eru lagaðir að umhverfinu hafa best skilyrði til að lifa og koma upp afkvæmum. Af því er leidd hugmyndin um „ffamgang hinna hæfustu“.12 í sjálfu sér segir Björg ekki vera grundvallarmun á kenn- ingum Darwins og Lamarcks þar sem lífsbarátta sem mótar þróunina sam- kvæmt kenningu Darwins er háð umhverfi og aðstæðum. Meginmunurinn á þessum kenningum felst í mismikilli áherslu á erfðir áunninna eiginleika. Hinir svokölluðu Ný-Darwinistar sem komu fram í upphafi 20. aldar, voru mjög mótfallnir því að breytingar af völdum umhverfis gengju að erfðum.13 8 www.mm.is TMM 1999:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.