Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 72
JÖN VIÐAR JÓNSSON skeið. Hið íyrsta er á árunum 1886-1892. Þá verða til leikrit eins og Faðirinti, Fröken Júlía, Kröfuhafar, Paría, Hin sterkari og Bandið. Öll eru þessi verk í raunsæisformi, aðalþema þeirra átök kynjanna og persónulegt baksvið hinn harðvítugi skilnaður Strindbergs við konu sína, Siri von Essen. Á næsta gróskutíma, árunum 1898 til 1903, samdi hann hvorki meira né minna en 26 leikrit, langflest í fullri lengd. Frumlegast þeirra er Draumleikurinn frá 1901, þar sem skáldið leitast við að endurskapa veruleika draumsins og þá í tvennum skilningi: hins einstaklingsbundna draums nætursvefiisins og jarðlífsdraums- ins sem maðurinn vaknar ekki upp af fyrr en í eilífðinni, að því er skáldið trúir. Annað mesta snilldarverk þessara ára er Dauðadansinn (1900) og þar á eftir leikir eins og fyrsti hlutinn af Til Damaskus, þar sem Infernó-reynslan er leik- gerð, Páskar, Aðventa, Krónbrúðurin, Glœpur ogglœpur og leikirnir um sænsku kóngana, Gustav Vasa, Eirík XIV, Gústav þriðja og Kristínu Svíadrottningu, sem þiggja langlífi sitt einkum af þakklátum burðarhlutverkum. Lokakaflinn í leikritun Strindbergs stendur svo frá 1907 til 1909, og bera þar Kammerleikirnir fjórir, Óveður, Brunarúst, Draugasónatan og Pelíkan- inn, höfuð og herðar yfir annað. Á því árabili og raunar nokkru lengur rak Strindberg sjálfur lítið leikhús í Stokkhólmi, Intima teatern, þar sem leikir hans, nýir sem gamlir, voru sviðsettir. En lítil efni voru þar til að leysa stórbrotnar skáldsýnir Kammerleikjanna úr læðingi: leikararnir ungir og óreyndir, sviðið þröngt og tæknin ófullkomin. Gagnrýnendur voru enda fæstir hrifnir; sumir voru svo óheppnir að hakka í sig leikrit sem nú eru klass- ísk og hafa fengið söguleg eftirmæli í samræmi við það. Þeir Ibsen og Strindberg kynntust aldrei og áttu lítil sem engin persónuleg samskipti, enda aldursmunurinn rúm tuttugu ár. Þó að báðir teldust ff aman af til þeirrar róttæku skálda- og menntamannafylkingar, sem hinir dönsku Brandes-bræður hugðust leiða til sigurs á borgaralegu siðamati og kristnum lífsgildum, ríkti jafnan spenna á milli þeirra, einkum vitaskuld af hálfu Strindbergs. Afstaða hans til Ibsens var flókin, mótsagnakennd og á köflum allt að því sjúkleg; hann var um sumt undir sterkum áhrifum frá Ibsen, eink- um á yngri árum þegar Brandur kom róti á hug hans sem fleiri; seinna varð hinn norski skáldbróðir aðal-keppinauturinn sem varð að sigrast á hvað sem það kostaði. Hann sakaði hann um stela frá sér hugmyndum og jafnvel ráðast á sig persónulega; þannig átti Hedda Gabler að vera stæling á kvendjöflunum Láru í Föðurnum og Teklu í Kröfuhöfum og Hjalmar Ekdal í Villiöndinni, sem er ekki hinn raunverulegi faðir dóttur sinnar, að vera skopmynd af Strind- berg sjálfum.5 Á seinni árum, eftir að Ibsen var orðinn óvinnufær sjúklingur og Strindberg trúarlega sinnaður á ný, leit hann á Ibsen sem einn aðalboð- bera hinnar guðlausu efa- og efnishyggju 19. aldarinnar. í Bláu bókinni, safni 70 www.mm.is TMM 1999:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.