Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 77
HVERS VEGNA HEFUR STRINDBERG ALDREI . . . ? „þann veg, að þrátt íyrir alla erfiðleika eru leikendur þar vaxnir upp úr því byrjunarstigi listar, að menn þurfa að vorkenna, þurfi að draga fjöður yfir það sem miður má vera“, og um leik Óskars og Soffíu skrifar blaðið: „Þau taka þeim tökum á margþættu efni leiksins, fylgja það vel eftir geðbrigðum öllum, fara með þeim skilning með allar þær ólgandi ástríðukenndir sem höfundurinn dregur fram, að áhorfendur fylgja þeim með samanhangandi eftirtekt allan leikinn í gegnum.“ Aðrar umsagnir eru einnig lofsamlegar, þ.á.m. Vísis, sem taldi þó leikinn „á takmörkum þess sem sýna beri hér á landi“, „ófagurt afkvæmi ranghverfunnar á raunhyggjunni [ þ.e. realisman- um ] er vílar ekki fyrir sér að draga fram hið andstyggilega og sauruga í fari manna.“24 Þau Soffia og Indriði voru fulltrúar ungrar kynslóðar, sem var að taka við af ffumherjunum og átti í fyllingu tímans eftir að lyfta íslensku leikhúsi á stig atvinnumennsku. í krafti glæsilegs útlits, persónutöfra á sviði og listræns metnaðar varð Soffía aðalleikkona kynslóðarinnar, þó að hún lifði ekki að stíga á svið Þjóðleikhússins, og Indriði við hlið Haralds Björnssonar og síðar Lárusar Pálssonar ff emsti leikstjóri. Nú hefði mátt ætla, að Indriði hefði með áhuga sínum á dulúð og óumdeildri snilli í persónuleikstjórn verið kjörinn Strindberg-leikstjóri. Svo fóru þó leikar, að hann fékkst aldrei við Strindberg eftir þetta. Soffia Guðlaugsdóttir tók á hinn bóginn slíku ástfóstri við ff öken Júlíu, að leiðir þeirra skildi ekki með öllu upp ffá því. Hún stóð sjálf að sýningu leiksins í Iðnó vorið 1932 og fékk þá til liðs við sig þau Val Gíslason, sem lék Jean, og Emilíu Indriðadóttur, sem lék Kristínu, og síðar lék hún frökenina tvisvar í útvarpið: í fyrra skiptið árið 1938 og hið síðara skömmu fyrir andlát sitt réttum tíu árum síðar. í bæði þau skipti lék Gestur Pálsson Jean á móti henni. Var síðari flutningurinn, 10. apríl 1948, hljóðritaður á plötu og er merk heimild um leik Soffíu, þó að þau Gestur hafi þá að vísu ekki lengur haft raddir æskufólks. Það er ekki auðvelt að meta hversu trúverðugir dómar samtíðarinnar um meðferð Soffiu á fföken Júlíu eru í raun og veru. Sjálfsagt tóku menn að ein- hverju leyti viljann fyrir verkið og leyfðu leikkonunni að njóta þess metnaðar og stórhugar sem hún sýndi með því. I dómi sínum um sýninguna 1932 vík- ur Halldór Kiljan Laxness, sem þekkti Soffíu persónulega, sér þannig fimlega hjá því að dæma frammistöðu hennar berum orðum, heldur ræðir almennt skilning hennar á hlutverkinu. Halldór gagnrýnir hana aðeins fyrir eitt: að gera hvort tveggja í senn, leikstýra sýningunni og fara með aðalhlutverkið, en sá ósiður var lengi landlægur í leikhúsinu hér.25 Segir Halldór engan vafa á því „að hin mikla gáfa ffú Soffíu hefði komið enn betur í Ijós, ef hún hefði notið leiðbeiningar hjá vönum leikstjóra" og fer háðulegum orðum um leik TMM 1999:4 w ww. m m. ís 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.