Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 78
JÓN VIÐAR JÓNSSON þeirra Vals og Emilíu. í hljóðritun Útvarpsins leikur Soffia frökenina með miklum slætti og andköfum og verður óþægilega eintóna í setningameð- ferðinni. En ugglaust mátti una leik hennar betur þegar hún var yngri og naut þeirrar sterku sviðsnærveru, sem að sögn kunnugra var einn aðalkostur hennar og bætti upp ýmsa „tilgerð... öfga og hamsleysi11, svo vitnað sé í ann- ars lofsamlega minningargrein Ásgeirs Hjartarsonar um hana.26 Á fyrri hluta aldarinnar kom danski stórleikarinn Poul Reumert hingað nokkrum sinnum í heimsókn og lék gestaleik, þar af tvisvar á móti íslenskum leikurum. Þar fengu reykvískir leikhúsgestir að njóta tveggja rómuðustu Strindbergs-túlkana hans: á baróninum í Bandinu árið 1929, og kapteinin- um í Dauðadansinum, sem hann lék 1948, þá á móti konu sinni, Önnu Borg. Það er svolítið sérkennileg tilviljun, að tvær af fremstu leikkonum okkar á fyrri hluta aldarinnar áttu svanasöng sinn í þessum sýningum: Guðrún Ind- riðadóttir í Bandinu, þar sem hún lékbarónessuna á móti Reumert, og Soffia Guðlaugsdóttir í örlitlu hlutverki í Dauðadansinum. Hvorug steig á svið eftir það; Guðrún lifði að vísu til hárrar elli, en Soffia lést snögglega fáum vikum síðar. Faðirinn og Kröfuhafar í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið hafði starfað í átta ár, þegar það sýndi Föðurinn fyrstan Strind- bergs-leikja árið 1958. Leikstjóri var Lárus Pálsson. Lárus stýrði einnig næstu Strindbergs-sýningu hússins, Kröfuhöfum 1965. Loftur Guðmundsson, blaðamaður og rithöfundur, þýddi bæði leikritin. Enn í dag eru þetta einu Strindbergs-leikirnir í annálum Þjóðleikhússins. Prá því er skýrt í blöðum, að Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri hafi án árangurs reynt að fá hingað Olof Molander sjálfan til að stýra leiknum og þá með Lars Hanson, einum þekktasta Strindberg-leikara Svía, í aðalhlut- verkinu.27 Eftir því að dæma hefur Lárusi verið falið verkefnið að Molander frágegnum. Voru dómar um sýninguna á heildina litið lofsamlegir að einum undanskildum og gagnrýnendur svo hrifhir af túlkun Vals Gíslasonar á aðal- hlutverkinu, Adolf riddaraliðsforingja, að þeir veittu honum Silfurlampann fyrir.28 Guðbjörg Þorbjarnardóttir var í hlutverki Láru, hinnar kaldrifjuðu eiginkonu sem kippir fótunum undan manni sínum með því að ala á grun- semdum hans um að hann sé ekki faðir dóttur þeirra, uns hann missir að lok- um vitið. Um leik hennar voru skoðanir heldur skiptari, Ásgeir Hjartarson telur Láru meðal „bestu afreka hinnar ágætu leikkonu“, en Steingerði Guð- mundsdóttur finnst hún gera Láru of kalda og stífa. Leikdómara Mánudags- blaðsins, Agnari Bogasyni, þykir leikur hennar verða „einhliða og svip- 76 www.mm.is TMM 1999:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.