Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 109
RITDÓMAR konu, Delphine, og samvistir þeirra á litlu hóteli við sjávarsíðuna kallast á skemmtilegan hátt á við lokrekkjusenu Egils sögu. Þau loka sig inni, stunda ásta- líf og drykkju, og saltbragðið af líkama konunnar minnir Viktor á söl. . . og þannig tengjast þessi tvö atriði þó ólík séu í grundvallaratriðum. Þótt Delphine reynist ekki hafa þann sterka karakter sem Þorgerður Egilsdótt- ir býr yfir hefur henni, óafvitandi, tekist að vekja lífsþorsta Viktors og um leið endurvekur hún sköpunargleði hans og orku: „Ég finn til djúprar þakklætis- kenndar. Sterkari en söknuðurinn. Þakk- lætiskenndar að hafa kynnst lífinu aftur, verið minntur á unaðslegan lífsflaum- inn.“ (182) Viktor finnur þá leið sem hann hefur leitað að myndverki sínu, innblásinn af saltbragði og ilmi konunn- ar og hafsins. Hann getur snúið til baka til íslands, tekist á við sorg sína og missi, með myndverkið í farangrinum; minnis- varða um látna systur, hans sáttargjörð við lífið. Parísarlíf Sá þráður sem hér hefur verið rakinn myndar umgjörð um frásögnina í París- arhjóli. En milli upphafs og endis þess þráðar fléttast lífleg ffásögn af sumar- langri dvöl Viktors í borginni sem hann bjó í sem barn með foreldrum sínum og tveimur systrum. Og inn í þá frásögn fléttast svipmyndir úr fortíðinni, myndir af fjölskyldulífi sem ekki var alltaf eins og best varð á kosið, mynd af Viktori sem barni og ungum uppreisnargjörnum og uppátektarsömum listamanni sem átti í útistöðum við föður sinn en elskaði syst- ur sína meira en aðra. Þá systur sem hann syrgir í París. í frásögninni fléttast fortíð og nútíð sífellt saman á áreynslulausan hátt, text- inn ber augljós merki ljóðskáldsins Sig- urðar Pálssonar, er myndríkur og ljóð- rænn á köflum og dramatísk uppbygging og lipurleg samtöl minna á að hér er einnig leikskáld á ferðinni. Skáldsagna- formið virðist liggja vel fyrir Sigurði ekki síður en hið lýríska og hið dramatíska form. Það er helst í þeim þræði sögunnar sem snýr að Parísarlífinu sjálfu sem frá- sögnin verður endaslepp. Viktor kynnist dularfullum náunga, Alex að nafni, sem er nágranni hans í Rue du Regard þar sem hann leigir sér herbergi. í gegnum Alex kynnist Viktor síðan ýmsum fleiri persónum, fallegum konum og heim- spekilega þenkjandi körlum. Alex er reyfarakennd persóna og virðist flæktur inn í glæpsamlegt athæfi og hápunktur þeirrar sögu er æsilegur bílaeltingaleikur þar sem Alex, Viktor og Delphine sleppa naumlega undan - að því er virðist - harðsvíruðum glæpamönnum á eitur- grænum Mercedes Benz sem endar með „tryllingslegum eldglæringum á brúar- stólpa" (167). Mér er ekki ljóst hvaða hlutverki þessi þáttur sögunnar gegnir fýrir heildina og finnst hann fremur veikja hana en styrkja. Hann er, eins og áður segir, endasleppur, það vantar á hann bæði haus og sporð. Textatengsl Hins vegar má vel vera að þetta reyfara- kennda frásagnarbrot sé þáttur í tilraun höfundar til að stefha saman ólíkum bókmenntaformum í einn (póstmód- ernískan) texta því í Parísarhjóli koma saman Islendingasaga, ljóðrænir, leik- rænir og epískir þættir, að ógleymdum hinum myndræna (myndlistar) þætti sem verkefni Viktors snýst um. Vera kann að höfundur vinni hér út frá texta- tengslahugtakinu þar sem ólíkum form- um er stefnt saman til að mynda nýtt og ferskt form. TMM 1999:4 www.mm.is 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.