Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 14
JÓN PROPPÉ Fólk var spurt hvert af fimm atriðum það teldi almennt séð mikilvægast. Vinátta, heiðarleiki og jákvætt hugarfar töldu flestir mikilvægast, en aðeins 3% nefndu frama í starfi. ir sem veiti fólki þá öryggiskennd að því finnst það ekki þurfa að treysta svo mjög á frama sinn í starfi. í samfélagi þar sem ættartengsl eru náin ræðst frami manna jafnframt mjög af því af hvaða fjölskyldu hann er og hverja hann á að vinum, svo ekki er óeðlilegt að íslendingar leggi traust sitt á fjöl- skylduna frekar en starfið. Á hinn bóginn sýnir könnunin að yfir níutíu pró- sent íslendinga trúa því að þeir geti náð því sem þeir ætla sér og treysta þá væntanlega aftur á fjölskyldu og vini, enda segja rúmlega sjötíu prósent að það sem þeir geri fyrir aðra ætti einhvern tímann að koma þeim sjálfum til góða. Nokkuð undarlegra er hve lítils fólk virðir menntun og þekkingu, sér í lagi ef horft er til þess að íslendingar hafa gegnum aldirnar einkum státað sig af því að vera ffæðimenn og rithöfundar, varðveita gamlar sagnir og vera menntaðari og fróðari en aðrar þjóðir. Þegar spurt var hvaða eiginleika fólk mæti mest í fari annarra nefndu innan við eitt prósent menntun eða þekk- ingu. Nær sex prósent svarenda töldu þó menntun og gáfur vera það sem þeir væru ánægðastir með í eigin lífsstefnu og nær sjö prósent nefndu menntun þegar spurt var hvaða eiginleikum þeir vildu helst vera búnir, en þessi hlut- föll eru lág þegar litið er til annarra svara. Þessi niðurstaða skýrist nokkuð þegar skoðuð er svör við nákvæmari spurningum. Þá kemur í ljós að sjötíu prósent telja menntun ekki eins mikilvæga og viljann til að gera það sem maður á að gera og um sextíu og fimm prósent telja að sá sem hefúr sjálf- menntað sig sé jafn góður og sá sem hefur langa skólagöngu að baki. Þetta bendir eindregið til þess að íslendingum þyki almennt lítið um formlegt nám og menntun og kjósi fremur að treysta á eigið hyggjuvit og innsæi en bókleg ffæði. Þeir virðast meta meira dugnað og vilja en faglega og yfirveg- aða nálgun við viðfagnsefnin, enda segja um áttatíu prósent að þegar þeir leggi mat á það sem fólk geri vegi hugurinn að baki þyngra en útkoman: Þeir taka viljann fyrir verkið. íslendingar treysta á að þeir komist allt á dugnaði og vilja, að minnsta kosti með hjálp ættingja og góðra vina, en það eina sem þeir virðast hræðast er að missa heilsuna. í spurningu þar sem ekki var gefinn kostur á að velja 12 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.