Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 43
Gottskálk Þór Jensson
Dygðir íslendinga
Frá Gesta Adams frá Bremen til deCODE genetics, Inc.
íslenska orðið dygð eða dyggð heyrist nú varla í munni annarra en heim-
spekinga, og kannski presta. (Það er enda engin tilviljun að þessi grein um
dygðir er skrifuð í tilefni af þúsund ára afmæli kristni á íslandi.)1 Til merkis
um hversu sjaldan orðið er notað má benda á að samkomulag ríkir ekki um
hvernig það skuli skrifað - með einu eða tveimur géum - og er óalgeng slík
óvissa um réttritun orðs í íslensku, síðan það tókst að koma á samræmi í staf-
setningu fyrir nokkrum áratugum síðan.2 Dygð virðist vera eldra en dyggð,
samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans, þótt síðari stafsetningin hafi
fyrir löngu áunnið sér hefð í málinu. Ég nota dygð til þess að reyna að komast
framhjá þeim leiðindum sem grípa um sig hjá mér þegar ég lít orðið dyggð.
En vart geta það talist merkileg rök, heldur smekksatriði, en degustibus non
est disputandum} Slíkur leiði er þó offastnær ekki út í loftið og hann er gjarn-
an fullur merkingar, ef betur er að gáð, þótt það að grennslast fyrir um hvers
vegna eitthvað sé leiðinlegt geti náttúrlega hljómað ennþá leiðinlegra. Sem
betur fer er í þessu tilviki auðvelt að skilja hvað er á seyði. Að baki áhugaleys-
inu á dygðinni liggur sú tilfinning að orðið sé í sama flokki og til dæmis orðið
hetja. Orð sem virðast tilheyra löngu liðinni fortíð og innantómri af því hún
hefur ekkert að segja okkur. Þess vegna er varla hægt lengur að kalla einhvern
dygðugan, nú eða hetju, án þess að manni stökkvi bros, sem breytir þá merk-
ingu þessara orða. (Það sama gildir því miður um nafnið á þessari grein sem
á það þess vegna einnig á hættu að vera broslegt. Ef það fær engan alvörublæ
að loknum lestri hennar þá hefur ætlun mín náttúrlega mistekist.)
Ólíkar og ósœttanlegar hefðir
En rifjum snöggvast upp í stórum dráttum það sem við vitum um höfuð-
dygðirnar: visku, hugrekki, hófstillingu, réttlæti, trú, von og kærleika. Ef litið
er á forsögu þessara sjö klassísku dygða, sem stundum eru kallaðar „car-
dinal“ dygðir, kemur í ljós að hægast er að skipta þeim í tvo flokka eftir upp-
runa: forngrískar og kristnar. Lítum fyrst á þær fyrri og svo á þær síðari.
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
41