Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 61
DYGÐIR ÍSLENDINGA sinna á hans tíma, myndu halda að þeir væru lentir meðal útlendinga. Það er í þessum skilningi sem íslenskan hefur verið kölluð „latína norðursins“, því segja má að hún sé öðrum Norðurlandamálum það sem latínan er rómönsku málunum. Átjánda öld var ein mesta fátæktar og niðurlægingaröld á Islandi, en engu að síður gekk ávallt furðu vel á þessum ömurlega tíma að skrá upplýsingar í rituðu máli, að minnsta kosti miklu betur en að koma á einhverjum betrum- bótum í lífi landsmanna. Allmikið var ritað um hag landsins. Um aldamótin skrifaði Páll Vídalín á latínu Deo, Regi, Patriæ, eða Guði, kónginum og föð- urlandinu, sem var fyrst gefið út af Jóni Eiríkssyni konferensráði síðar á öld- inni. í sagnfræðinni varð enginn íslendingur mikilvirkari Þórmóði Torfasyni sem skrifaði og gaf út fjölda lærðra verka á latínu um sögu Færeyja, Orkneyja, Vínlands og Grænlands. Frægust verka hans eru Series Dynastar- um etRegum Daniæ, eða Konungar og valdhafar í Danmörku, sem var prent- að í Höfh árið 1702, og fjögurra binda rit um Sögu Noregs, eða Historia Rerum Norvegicarum frá árinu 1711. Slíkt var kennivald Þormóðs og traust danskra manna á hinum íslensku heimildum hans að honum leyfðist að leiðrétta það sem sjálfur Saxo Grammaticus hafði sagt um hina dönsku kon- ungaröð. Merkilegt er einnig hversu vel Árna Magnússyni og Páli Vídalín gekk að taka saman hina miklu Jarðabók sína á sama tíma og Stóra bóla geysaði á íslandi, árið 1707, þegar talið er að um 18 þúsund íslendingar hafi misst lífið. Fjórum árum fyrr höfðu þeir félagar gert eitt fyrsta manntal sem vitað er um í veröldinni. Þá reyndist mannfjöldinn í landinu aðeins 50.358.29 Það er með ólíldndum að þetta merka manntal skuli hafa verið gert í þessu fátæka landi á slíkum eymdartímum, en helsti frumkvöðull þess, Árni Magnússon, var konunglegur skjalavörður og prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn.30 Önnur stórfengleg affek í bóklegum menntum voru unnin af þeim feðgum Finni Jónssyni biskupi í Skálholti og syni hans Hannesi, sem tók við biskups- embætti af föður sínum, en þeir rituðu Historia Ecclesiastica Islandiæ, eða Kirkjusögu íslands, í fjórum bindum, sem prentuð var í Kaupmannahöfn á árunum 1772 til 1778. Þetta verk er viðameira en einföld Kirkjusaga, það er íslandssaga, og sú fyrsta sem stendur undir nafni og byggir niðurstöður á heimildum með nútímalegum hætti. Ekki má heldur gleyma bókmennta- sögum átjándu aldar, en þær voru nokkrar skrifaðar, flestar á latínu, þótt að- eins ein þeirra hafi verið prentuð, Sciagraphia Historiæ Litterariæ Islandicæ, eða Frumvarp til íslenskrar bókmenntasögu, eftir Hálfdan Einarsson rektor á Hólum, sem fyrst kom út í Kaupmannahöfn árið 1777.31 Það er einkenn- andi fyrir dygðir hérlendra manna hve auðvelt reyndist að vinna slík stór- virki bóklegra mennta á sömu öld og engar framfarir urðu, heldur afturför, í TMM 2000:2 www.malogmenning.is 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.