Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 90
AÐALSTEINN INGÓLFSSON þau röng ártöl til að rugla í ríminu gíruga kaupendur og seinni tíma fræði- menn. Það sem ég er að reyna að segja er að enn á eftir að færa sönnur á að allur sá fjöldi verka sem rætt hefur verið um, stundum soldið ógætilega (til dæmis er ekki mjög faglegt að dæma myndir eftir ljósmyndum í uppboðsskrám), séu falsanir. í mörgum tilfellum þarf að beita tímafrekum og dýrum tæknirann- sóknum til að komast að hinu sanna, gaumgæfa pappír, striga, málningu o.fl. Sjálfsagt verður kostnaðurinn einn sennilega til þess að aldrei muni öll kurl koma til grafar í þessu fölsunarmáli. Fyrir utan það að tæknirannsóknir hafa stundum reynst ófullnægjandi, eins og útlend dæmi sanna. í ljósi þessarar óvissu, og þeirra sleggjudóma sem jafnvel virtir safnamenn höfðu uppi í tengslum við austfirska silfursjóðinn fyrir nokkrum árum, löngu áður en faglega hafði verið gengið úr skugga um það hvort hann væri ófalsaður eður ei - eins og menn muna var úrskurðurinn sá að hann væri ekta - þá er skynsamlegt fyrir alla aðila að halda stillingu sinni og geyma stór- ar yfirlýsingar uns þar til skipaðir sérffæðingar hafa fengið tíma til að véla um málið. Fyrirsjáanlegar hremmingar Hvort sem þær eru þrjú hundruð eða níu hundruð talsins, er ekki full- nægjandi að leita skýringanna á þessum fölsunum einvörðungu í „óvenju krefjandi eftirspurn“ íslendinga eftir verkum ákveðinna listamanna og „fé- lagslegum þáttum sem lúta að táknrænum boðskiptum innan ákveðinna stétta og starfsstétta“ eins og Halldór Björn segir í grein sinni. Ég er alls ekki sannfærður um að eftirspurn fslendinga eftir verkum ákveðinna listamanna sé í eðli sínu frábrugðin eftirspurn fólks í öðrum löndum eftir því sem á útlensku er oft nefnt „statuskúnst“. Né heldur hef ég orðið þess var að sú „krafa“ hvíli á ákveðnum hópum íslendinga að þeir eignist málverk eftir einhverja ákveðna listamenn „ef þeir vilja standa sig gagnvart meðbræðrum sínum“ eins og Halldór Björn heldur fram. Mér segir svo hugur að hann sé með í huga „táknræn boðskipti“ íslenskra jeppaeig- enda. Hann verður a.m.k. að segja frekari deili á þessum hópum. Ef hann er að tala um íslendinga sem skyndilega hafa komist í álnir, til að mynda unga verðbréfafursta og kvótakónga, þá er mín reynsla sú að ýmist hafa þessir aðilar ekki minnsta áhuga á myndlist, eða að þeir kaupa einungis verk eftir unga listamenn sem þræða ábatasaman meðalveginn milli föndurs og ívið átakameiri myndlistar. Nefnum engin nöfh í því sambandi. Kjarni málsins er sá að hér er um nokkuð fyrirsjáanlegar hremmingar að ræða, hremmingar sem eiga sér rætur í óvenjulegri listasögu okkar, ónógri 88 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.