Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 110
RITDÓMAR rifjuð upp helstu tíðindi hádegisfrétt- anna. Eitt augnablik finnst mér eins og ég sé staddur í útlöndum, að skoða kirkju í Stokkhólmi með mömmu minni og systur árið 1981. Ég er í ljós- blárri stuttermaskyrtu af móðurbróð- ur mínum, þunnri bómullarskyrtu með breiðum kraga, spælum og hnepptum brjóstvösum. Það eru ennþá tóbaksagnir ffá ffænda mínum í vösunum þótt skyrtan hafi verið þvegin nokkrum sinnum effir að ég fékk hana.“ (19-20) f fáfengilegu vafstri sögumanns öðlast lítilfjörlegustu atriði undarlegt vægi og jafnvel táknræna merkingu. Gott dæmi um það er tönnin sem brotnar þegar hann bítur í þurrkaðan ávöxt. Hún birt- ist aftur og aftur í frásögninni og fær smám saman nýja þýðingu. Upphaflega er brotna tönnin „eitthvað sem ætti að endast mér alla ævi en er nú orðið við- skila við líkamann" (38), en verður síðan eitt af fjölmörgum öðrum feigðartákn- um í bókinni og illur forboði, þó með nokkuð skoplegum hætti sé, og vísar meðal annars í sjúklegt andrúmsloftið í sálfræðiþriller Polanskis, The Tenant. Miklar sálarkvalir tengjast og biffeið þeirri sem sögumaður ætlar upphaflega á í fyrirhugaða ferð sína í Heiðmörkina og kemur þar fyrir nestiskörfu og bók sem hann ætlar að lesa. En bíllinn bilar og hann verður að skilja við hann í reiði- leysi við Hringbrautina. Líkt og tönnin verður bíllinn „viðskila“ við eigandann. Hann tilheyrir einkaheimi hans, í hon- um eru persónulegir munir og sögu- maður verður nú að horfa upp á það að umheimurinn ryðst inn í hann og setur á hann mark sitt, vegfarendur brjótast inn í hann og mála með spreybrúsa utan á hann stóra ör og ósæmilega áletrun (49). Þegar fram í sækir markast hugar- heimur sögumanns æ meir af uppgjöf og dauðaþrá. Þetta er gert með því að tvinna saman nokkur ólík merkingarsvið. I fyrsta lagi skýtur kvenmannsnafninu Maríu upp aftur og aftur. Það getur vísað á Maríu mey og þar með á guðdómlegt hjálpræði. Póstkort stílað á Maríu berst í póstkassa sögumanns. Það vantar á það föðurnafnið (122) og engin María býr í húsinu. En María er líka lítil stúlka sem varð undir mótorhjóli í torræðu slysi í Heiðmörkinni nokkrum mánuðum áður. Þetta slys verður í huga sögumanns að samnefnara fyrir þær hættur sem bíða fólks við hvert fótmál og birtist honum í draumi um miðbik sögunnar (104-5). Líta má svo á að draumurinn sýni stöðn- un sögumanns í hnotskurn. Þau eru stödd í eyðimörk/Heiðmörk, sögumað- ur, Hallur vinur hans og níu ára stúlka. Hún liggur undir mótorhjóli sem er af sama tagi og hann hafði fengið sem smækkað líkan til að líma saman í af- mælisgjöf ffá föður sínum þegar hann var ellefu ára. Þeir vinirnir reisa hjólið við og stúlkan stendur á fætur, en Hallur sest á hjólið (sem hér má skoða sem karl- mennskutákn) og ekur burt. Sögumaður verður eft ir hjá stúlkunni, þau leiðast eft- ir veginum „í öfuga átt við Hall“. í draumnum tengist atburðurinn Maríuhelli sem er það örugga skjól sem stúlkan yfirgefur áður en hún verður undir mótorhjólinu (107). Maríuhellir verður áfangastaður sögumanns og flétt- ast snemma inn í hugleiðingar hans um dauðann. í lok sögunnar er þessi hellir færður yfir á líkamlegt svið með einni líkingu: „Vatnið sem drýpur úr loftinu hefur mótað eins konar totur eða túttu- laga spena eins og maður sá á teikning- um í lífffæðibókum í skóla og áttu að sýna inn í mannslíkamann." (191) Leið sögumanns endurspeglar þá löngun hans að losna ffá kvalræði lífsins, þrána eft ir öryggi fóstursins í móðurlífi, og hún liggur því á táknrænan hátt til baka, hún 108 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.