Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 112
RITDÓMAR kona verði geðveik eftir ástvinamissi eða þegar lítið barn deyr í blóma lífsins. I þessu kalda og skeytingarlausa um- hverfi elst Laufey, aðalpersóna bókarinn- ar, upp. Það er hún sem talar í upphafi bókar og það er hún sem með þessum orðum hrópar á hjálp. Hjálp sem enginn getur veitt henni vegna þess að í þessu umhverfi hefur enginn neitt að gefa. Hún elst upp við skeytingarleysi og barsmíðar því í þau fáu skipti sem faðirinn er til stað- ar er hann upptekinn við að blóta og ragna og upplýsa mömmuna um það hvað hún sé mikill aumingi. Börnin fara ekki varhluta af þessum upplýsingum og Laufey elst upp við þau skilaboð að hún sé einskis virði, að hún sé hálfviti sem eigi vart skilið að lifa. í hefndarskyni fyrir meðferð föðurins lætur mamman illsku sína bitna á Laufeyju. 1 hvert skipti sem hún dragnast á fætur fer hún að þrífa skápana, sem eru að sögn Laufeyjar, alltaf fullir af pöddum. En það er sama hversu mikið mamman þrífur, pöddumar koma alltaf affur. Það er táknrænt fýrir lífið sem þær lifa; skíturinn og óþverrinn fer hvergi. Laufey er „auminginn" í skólanum. Hún er lögð í einelti og í tímans rás fer hún að trúa skilaboðum umhverfisins og laumast meðfram veggjum. Og þótt hún vilji helst dvelja inni við í eigin drauma- heimi rekur mamman hana út með Eygló Línu, systurina sem er algjör and- stæða Laufeyjar. Hún er gullinhærð og falleg og nýtur aðdáunar allra, öfugt við Laufeyju sem hatar hana fyrir vikið, og gerir henni allt til miska. Hún þarf stöðugt að vera að passa af því mamman er svo „veik“ og tímann nýtir hún vel til að hræða Eygló Línu sem mest hún má. Með þessu athæfi hlýtur Laufey aðeins enn meiri skammir því Eygló Lína flýr vælandi í mömmufang og eftir situr Laufey enn bitrari en fyrr. Höfundur dregur upp sérkennilega mynd af Laufeyju. Annars vegar sér les- andinn stelpu með augum „allra hinna“, ömurlegan vanskapning sem skakklapp- ast um hverfið og virðist hvorki vita í þennan heim né annan. Hins vegar sér lesandinn inn í huga Laufeyjar sem er bæði frjór og skapandi. Sú mynd sem þar birtist er reyndar nístandi því Laufey er bæði reið og beisk og hefnir sín í hugan- um á Eygló og fleirum. Það er hinsvegar raunsætt því hvar geta „yfirgefin“ börn hefnt sín ef ekki í huganum? En þrátt fyr- ir skapandi hugsunarhátt er Laufey svo skemmd af aðstæðum sínum að lesandi sér að hún mun aldrei komast af. Hún leikur sér að því að fylla fólk ógeði, borð- ar t.d. rottu og lætur halann dingla út um munnvikin. Og hún er svo full af reiði að eftir barnamessur fer hún niður í fjöru, rífur Jesúmyndirnar í tætlur, hrækir á þær og lætur síðan hafið taka þær. Lífið hefúr kennt henni að það er enginn sem gætir hennar, síst af öllu Jesú sem er að- ein fjarlæg skuggamynd af öllu því fagra sem Laufey fær aldrei að upplifa. Hún og Jesú eiga að vísu píslargönguna sameig- inlega en Laufeyjar verður aldrei minnst á spjöldum sögunnar. Hún er aðeins sak- laust peð í aumu tafli heimsins. Þegar Laufeyju líður hvað verst treður hún flugum undir augnlokin sem er tákn fyrir það að hún vill ekki horfast í augu við sitt ömurlega hlutskipti. Og hún reynir sem mest hún getur að halda því sem hún kallar Hörkuaumingjann í skefjum Hún segir: Veistu hvað ég kalla hana? Þessa sem notar augun í mér? Hörkuaumingjann. Hún er aumingi sem þolir ekki hörku svo ég skil varla hvernig hún getur verið til. Einhvern daginn sting ég úr mér augun ffekar en að leyfa henni að nota mín augu. Hún fær ekki einu sinni ekkasog þegar hún grætur, tárin leka bara niður einsog klístraðir regndrop- ar niður rúðu og stundum þegar hún 110 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.