Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 22
ÞORGEIR ÞORGEIRSON William Heinesen héldi hátíðarræðu. En þegar aðrir höfðu loksins talað nægju sína og komið var ffam á ljósan morgun reis William Heinesen úr sæti og sló í glasið sitt. Hann fékk vitaskuld gott hljóð. Þá snéri hann sér að Elísu konu sinni og ávarpaði hana eina. Líkt og enginn annar en hún væri í þessari mörg hundruð manna veislu. Hann sagði: Kære Lisa! Hvis ikke du var sá lidenskabsfuld som du nu er, sá var jeg aldrig blevet en ver- densberömt forfatter. Tak skal du ha! (Elsku Lísa! Hefðir þú ekki verið jafn ástríðufull og þú í rauninni ert þá hefði orðið lítið úr heimsfrægð minni á ritvellinum. Þakka þér fyrir það!) Og veislugestirnir tóku sér enn góða þögn til að kyngja boðskap skáldsins. Elísa. Þessi fallega blýantsteikning eftir William Heinesen er dagsett 22/2 1931, árið áður en þau giftust. Heimildamaður minn að þessari sögu bætti því við, að nú mundi William loka sig inni og drekka einn í hálfan mánuð. Þetta reyndist hálfur sannleikur. Daglega hafði ég samband við frú Elísu til að boða komu mína og hún svaraði: Skáldið er því miður forfallaður í dag. Þangað til seinni part föstudagsins, að hún hringdi og sagði mér að skáldið vildi hitta mig um laugardagseftirmiddaginn. Ég varð feginn, því ég átti einmitt pantað far heim á sunnudeginum. Tíminn hafði samt ekki farið til spillis. Ég hafði verið að lesa Turninn úti á heimsenda, sem þá var ný- kominn, og glósa texta hans alla vikuna niðri á Sjómannaheimilinu í Þórshöfn á meðan ég beið eftir áheyrn hjá skáldinu. Og hugsa almennt til hans eins og lesa má í ljóði, sem heitir nóvemberþórshöfn. Líka svolítið að kvíða fyrir. Því reynsla mín af heimsóknum til höfunda, sem ég hafði lengi dáð varð oftar en ekki sú, að persónur þessa fólks reyndust bara eins og skugginn af verkum þeirra. En sem betur fer reyndist þetta öfugt með William. Þar hitti ég sjálfa sólina, sem varpar þessum skuggum af heiminum í formi skáldsagna eða ljóða. Hann var einn örfárra alfrjálsra einstaklinga, sem ég hef kynnst. Og sá tilgerðarlausasti. 20 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.