Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 99
HARRY POTTER TÖFRAR HEIMINN endur sjá um að framfylgja. Rowling skilur vel baráttuna milli krakkanna og hvað mikið getur verið í húfi hjá þeim, þó svo að okkur hinum eldri fmnist kannski ekki lífíð liggja við hver vinnur í svona átökum. Hún vekur hins veg- ar hjá okkur svo mikla samúð með Harry að okkur stendur alls ekki á sama hver vinnur. í heimavistarskólum - eins og annars staðar - ríkir oft mikil samkeppni milli barna í keppnisíþróttum, og það er yfirleitt stór liður í þessum skóla- sögum þegar kemur að keppni í krikket eða fótbolta. Rowling skilur áhuga drengja á því að skara framúr líkamlega, án þess að gera lítið úr bóklegu hlið- inni. Hún fann upp Quidditch-leikinn þegar hún eyddi nótt á litlu hóteli í Manchester, og segir: „Ég vildi finna leik fyrir galdramenn, og mig hafði alltaf langað að sjá leik þar sem fleiri en einn bolti væru í spilinu... .Mugga- leikurinn sem hann líkist helst er körfubolti en það er sú íþrótt sem ég hef mest gaman af að horfa á.“ f Quidditch eru sex mörk, fjórir boltar og tvö sjö manna lið sem eigast við í næstum 20 m hæð yfir jörðu, fljúgandi á kúst- sköftum. Harry Potter er „leitari“ í Quidditch og skarar fram úr sem slíkur. Hjá honum, eins og mörgum drengjum á þessum aldri, kemst stundum lítið annað fyrir en næsti leikur. Drengurinn er ekkert sérstaklega góður í göldr- um en mjög klár í Quidditch. Rowling segir í einu viðtalinu að hún eigi ákaflega auðvelt með að loka augunum og ímynda sér að hún sé ellefu ára. Hún segist muna greinilega eft- ir því hvernig tilfinning það var að vera barn - og það er einn besti eiginleiki sem barnabókahöfundur getur haft. Krakkar á þessum aldri eiga sér hug- myndaheim, þar sem allir hlutir eru á svolítið öðru plani en í heimi hinna fullorðnu. Fullorðna fólkið skilur ekki þann heim. Rowling býr til annan heim, galdraheiminn, þar sem Hogwart-skóli er, og Muggarnir skilja hann ekki. En hún skilur hann og börnin sem lesa bókina skilja hann - og sumt fullorðið fólk sem ber enn þann galdur í brjósti að geta vakið upp barnið í sér. Tryggð, vinátta og sjálfsfórn eru mikilvæg hugtök í Harry Potter bókun- um. Vinir snúa bökum saman og standa í forsvari hver fyrir annan þegar illa fer. Það sést meðal annars þegar Hermione lýgur í fyrsta sinn að kennara til að verja Harry og Ron Weasley. Eftir það telja þeir hana vin sinn og myndu verja hana fram í rauðan dauðann. Hún fórnar sínu góða orðspori fyrir þá. Virðing barnanna hvers fyrir öðru er líka mikil, og það er aðdáunarvert þeg- ar Harry, Ron og Hermione eru að nálgast úrslitastundina og koma að lifandi taflborði þar sem spilað er upp á lífið sjálft, að Harry lætur Ron taka við stjórntaumunum og viðurkennir að á þessu sviði standi Ron honum framar. Á slíku byggist sönn vinátta. TMM 2000:3 malogmenning.is 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.