Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 103
HARRY POTTER TÖFRAR HEIMINN órórra og vakið upp hjá því of sárar tilfinningar. Ef barnið les hins vegar æv- intýri um hlutlaust barn í allt öðrum heimi, sem upplifir ógnanir og dauða og verður sterkara á eftir, þá á barnið miklu betra með að takast á við þessar tilfmningar. Hann tekur einnig sem dæmi barn, sem finnst það vera kúgað af eldri systkinum (eða að önnur systkini séu meira dekruð) og að foreldrar þess elski það ekki. Ævintýrið um Öskubusku hjálpar barninu að takast á við þessar tilfinningar. Þar er það vanrækta og kúgaða barnið sem fær að njóta sín og sigrar að lokum. Harry Potter bækurnar eru kannski ekki hreint, stutt, laggott og einfalt ævintýri eins og Grimms-ævintýrin. Þær eru heldur ekki eins hryllilegar og mörg ævintýri eru, þó að sumum finnist Rowling taka heldur djúpt í árinni stundum. En það er óneitanlega ævintýrablær yfir þeim. Rowling fjarlægir lesandann úr okkar hversdagslega heimi og setur hann inn í leyndardóms- fúllan heim þar sem allt er öðruvísi og undarlegt. Þar er Harry Potter sérstak- ur og þar er hann virtur. Harry Potter er eiginlega eins konar Öskubuska, sem elst upp hjá fólki sem þykir ekkert vænt um hann og verður fyrir aðkasti frá fóstursystkini. Eins og hún fær hann snert af galdramætti til að komast þaðan í burtu.Ævintýrið um hann minnir líka á Hans og Grétu, sem var út- hýst frá eigin heimili, eða Mjallhvíti, sem stjúpmóðirin vildi feiga. Fátt myndi gleðja Dursley fjölskylduna meira en dauði Harrys, eins og hann segir sjálfur í Harry Potter og leyniklefanum. Saga Harry Potter, sem í upphafi er útundan, vanræktur, einmana og má sín einskis, endar á hefðbundinn hátt ævintýranna. Eins og söguhetjurnar í ævintýrunum þarf hann að eiga við alls konar mótlæti, en hann sýnir hetju- lund og kænsku, sigrast á öllum hindrunum og stendur uppi á endanum sem sigurvegari. Sagan af Harry Potter sýnir börnum að það er sama hversu erfitt lífið getur verið, bara ef maður stendur við sitt og tekst á við hlutina án þess að guggna, þá sigrar maður að lokum. Og hún sýnir líka að heimur ævintýr- anna er ekki dauður enn. Ævintýrið heldur áfram Hver og einn af þessum sex þáttum á einhvern hlut í að gera Harry Potter bækurnar svona vinsælar - þeir eru allir hluti af töfraformúlunni. J.K. Rowl- ing hefur drukkið í sig alls kyns ævintýraefni, bæði nýtt og gamalt, í máli og myndum, og (kannski óafvitandi) sett saman þau atriði og það frásagnar- form sem hefur gert önnur verk ógleymanleg. En það geta ekki allir lagað Coca Cola þó að þeir viti að til þess þurfi sykur, kolsýrt vatn, koffein og bragð- efni. Endanlega samsetningu töfraformúlunnar fyrir vinsælustu barnabók í TMM 2000:3 malogmenning.is 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.