Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 74
RÚNAR HELGI VIGNISSON eða framandleikinn. Þetta var sannarlega ekki sami bær og ég ólst upp í til sextán ára aldurs. Samt var þetta óefað minn heimabær og ég var Agla, þó að bæði værum við breytt. Það var varla farið að malbika þeg- ar Agla fór, ósnortin af karlmanni. Mér varð hugsað til þess þegar ég kom til San Francisco aftur eftir fyrsta sumarleyfið á íslandi. Svo beið ég spennt eftir því að vita hvort fólkið hefði breyst jafn mik- ið og heimkynnin. Hvort það hefði breyst jafn mikið og ég. Þegar ég kem í Neðsta er húsið ekki einungis opið, heldur er þar fyrir maður á aldur við mig og virðist vera búinn að gera sig býsna heima- kominn. Fyrirgefðu, er þetta ekki Faktorshúsið? spyr ég afsakandi. Jú, mikið rétt, þetta er Faktorshúsið, segir hann eins og ekkert sé sjálfsagðara en að ég standi þarna með töskuna. Hvernig líst þér á? Bíddu, hver ert þú? spyr ég. Hver er ég? Það er góð spurning. Eigum við ekki bara að segja að ég sé andinn í húsinu. Nú, er þetta orðið svona, hugsa ég áhyggjufull. Andrés ísberg, komdu sæl, kallaður Andi. Hann réttir mér höndina. Mér er skapi næst að líta í kringum mig áður en ég rétti honum hönd- ina, en læt það ekki eftir mér. Léttir þegar ég finn þétt handtak hans. Á ég að kalla þig Anda? Finnst þér það skrýtið? Viltu frekar kalla mig Huga? Eða Forna? Eða... Þú mátt heita það sem þú vilt. Sjálf heiti ég Agla og hef ekki í hyggju að breyta því. Gott og vel, þá erum við Andi og Agla. Þú sefur niðri, ég á loftinu. Eða viltu heldur hafa það öfugt? Fyrirgefðu, mér var ekki kunnugt um að við yrðum tvö í húsinu. Ertu að segja að þú viljir ekki hafa Anda í húsinu? Ég meina þetta ekkert persónulega, en hvenær kom þetta til? Þeir hafa haldið að þér væri kunnugt um þetta, ekki að sökum að spyrja. En þannig hefur þetta alltaf verið. Líka þegar forveri minn bjó hérna? Það hefði ég haldið. Hann hefði ekki tekið annað í mál. Svo ég lét þetta gott heita. Ég var ein, hann var einn, það ætti svo sem 72 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.