Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 77
SAFNCRIPIR en varði var ég farin að boða fagnaðarerindið af krafti. Ég skrifaði greinar í bæjarblöðin um nauðsyn þess að styrkja byggðina með því að auka fjölbreytni í atvinnuháttum og mannlífi. Ég talaði um fjárfest- ingu í þróunarstarfi og menningu sem vænlegan kost þegar þrengdi að sjávarútveginum. Því hvað er menningin annað en lífið sjálft? spurði ég og fannst ég loksins geta nýtt menntun mína. Það var hugur í mér fyrir hönd minnar gömlu heimabyggðar, því var ekki að neita. Innra með mér hafði skyndilega kviknað bál. Þannig var ég stöðugt í trúboðastellingu þótt lítið færi fyrir kynlíf- inu. Freud gamli hefði sjálfsagt haldið því fram að ég hefði beint kyn- hvöt minni í göfugri farveg. Að minnsta kosti fengu bæjarbúar kynorku mína óskipta lengi vel. Það var kannski þess vegna sem dróst að setja upp gluggatjöldin. Ég hafði svo sem ekki miklar áhyggjur, en samt velti ég því stundum fyrir mér á síðkvöldum af hverju piparsveinar bæjarins sýndu mér jafn lítinn áhuga og raun bar vitni. Varla að þeir döðruðu við mig, hvað þá meira. Jú, einn giftur maður, drukkinn auðvitað, gerði sér svo dælt við mig í veislu hjá samstarfsfólki mínu að konan hans lét sig hverfa. Það er mikill kostur að eiga kynkalda konu, sagði hann. Nú, hvernig má það vera? sagði ég án þess þó að vilja gefa færi á mér. Nóg var nú að vera menntakona í plássinu, ekki vildi ég verða stimpl- uð hjónadjöfull líka. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af að hún leiti annað. Ég skil. Þetta var ffemur lágvaxinn náungi með óvenjustóran haus; mann grunaði að foreldrar hans hefðu verið skyldir líkt og oft vill verða hér um slóðir. Hann var í laginu eins og ófr ísk kona, að vísu ekki kominn nema á að giska sex mánuði á leið, og hékk í þverslaufu. Þegar hann bauð mér upp hlunkaðist hann í kringum mig eins og þungavigtarboxari í kring- um keppinaut sinn. Síðar komst ég að því að hann var atvinnurekandi. Það er naumast hann langaði í þig, sagði kunningi minn. Það var ekki, sagði ég og kveikti mér í sígarettu. Það vantar ekki að giftir menn sýni mér áhuga. Er ekki allt í lagi að nota þá greyin til að kitla svolítið egóið? Ég yppti öxlum, vissi ekki nema hann vildi bregða á leik sjálfur, sagði: Það er nóg framboð af góðum giftum mönnum. Hann brosti en þorði ekki að taka mig á orðinu. TMM 2000:4 malogmenning.is 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.