Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 80
RÚNAR HELGI VIGNISSON geta ekki lagt lið, eins og karlmennska hans væri dregin í efa, baráttu- móðurinn tortryggður. Þegar ég fetaði mig af rælni upp til hans eftir að útvarpið datt út og húsið varð eins og í tíð fyrstu ábúenda, kalt og dimmt og hrikti í því í hviðum, lá hann flatur í kistunni sinni, nefið klesst ofan í lakið. Mér dauðbrá þar sem ég stóð í gættinni með kertið, hélt hann væri örendur. En þegar ég laut niður að honum og talaði til hans varð ég vör við ofurlítið lífsmark með honum. Það er ekki hátt á manni risið á dögum sem þessum, stundi hann. Ég lagði kertið á borðið og saman hlustuðum við á storminn gnauða. Líklega hef ég sofnað niður á borðið, því ég hrökk upp með andfæl- um í kolsvarta myrkri. Mér fannst ég heyra skruðninga og varpaði mér felmtri slegin á Anda, vissi ekki fyrr til en ég var komin ofan í kistuna til hans. Hann vafði mig örmum eins og ekkert væri sjálfsagðara og sagði: Ekkert að óttast, ekkert að óttast, snjórinn er bara að bylta sér á þakinu. Og ég var guðs lifandi fegin að hafa samneyti, þótti svo óskaplega gott að láta vefja mig örmum, vera snert og hugguð. Einhvern tíma um nóttina nutumst við klökk. Ég óskaði eftir fundi með bæjarráði til að freista þess að afla fjár fyrir minn málaflokk. Fundinum var frestað vegna snjóflóðanna eins og öðru, en að lokum var ég boðuð. Þar var hinn höfuðstóri kunningi minn með þverslaufuna í forsvari sem fyrr. Ég var með skrifað erindi og hélt því fram að fjórðungurinn væri á krossgötum: Annaðhvort þreyjum við þolinmóð í grimmu éli, verð- um áfram verstöð og stöndum og föllum með fiskinum, sagði ég eins ábúðarmikil og skrokkurinn leyfði. Eða við grípum vopn móti bölsins brimi og aukum fjölbreytni í atvinnuháttum og mannlífi. Bæjarfulltrúar sátu hljóðir undir þessu, blöðuðu í plöggum, og í þau fáu skipti sem ég dirfðist að líta almennilega upp fannst mér eins og þeir væru að rembast við að halda andlitinu. Á tímum áherslubreytinga í atvinnuháttum, þegar vinnsla sjávaraf- urða er óðum að færast út á sjó, getur fjárfesting í þróunarstarfi með beinum eða óbeinum hætti stuðlað að því að vega upp minnkandi at- 78 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.