Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 84
RÚNAR HELGl VIGNISSON að ég óttaðist helst að maðurinn hefði tognað. Ég hef sagt það áður, hélt hann svo áfram, og ég get sagt það við þig líka, að við þurfum ekki fólk eins og þig til að segja okkur fyrir verkum. Það er ekki eins og við séum vanþróað land, við erum fullfærir um að bjarga okkur sjálfir nú sem hingað til. Stuttu seinna bárust fregnir af því að rækjuverksmiðjan sem þessi bæjarfulltrúi veitti forstöðu hefði fengið greiðslustöðvun. í yfirlýsing- um vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækisins lét hann svo um mælt að í tíð fyrrverandi meirihluta hefði meira verið hugað að því að byggja upp starfsemi sem lítið gæfi af sér fyrir bæjarfélagið og skapaði litla at- vinnu heldur en að búa sjávarútvegsfyrirtækjum bæjarins, sem allt byggðist á, skárri rekstrarskilyrði. Ég sá að ég yrði að beita öðrum aðferðum við að koma hugmyndum mínum á koppinn. Reyndar var ég sem lömuð eftir ádrepur stórhöfða fyrst í stað, vissi ekki betur þegar ég kom vestur en einhugur ríkti um uppbygginguna í Neðsta. Blessuð taktu hann ekki alvarlega, sagði gamall skólafélagi hans við mig. Ég var í leikfimi með honum og hann komst aldrei yfir hestinn. Maður á ekki að láta ytri atburði, hvað þá fordóma vina sinna, hafa áhrif á sig, en maður er nú einu sinni mannlegur. Með tímanum fór ég að sjá fyrir ffaman mig þybbinn mann og stuttfættan með ffemur rytjulegt hár og skegg. Mann sem ævinlega gekk um í peysugarmi og vinnubux- um, lagði sér fátt til munns annað en fisk og safhaði svo beinagörðunum í þokkabót. Þetta var auðvitað ekki mín manngerð, en samt var eitthvað við hann sem ég hafði ekki fundið hjá öðrum. Hver ertu Andi? spurði ég einn daginn. Ætli maður verði ekki að skoðast í sögulegu samhengi, sagði hann sposkur. Hvað áttu við? Á ég kannski að beita fræðilegum aðferðum við að skoða þig? Nýsöguhyggju kannski? Hvað skyldi það nú vera? Að allt sé eins konar texti eða ffásögn sem verður að skoðast í ljósi samtímans. Já, ætli ég sé ekki bara texti. Lesmál. 82 malogmenning.is TMM 2000:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.