Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 86
RÚNAR HELGl VIGNISSON Stórhöfði virtist ekki þurfa að líða fyrir þetta, að minnsta kosti ekki pólitískt, því hann var kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins og hélt sessi sínum í bæjarstjórninni. En eftir þetta fór því að heyrast fleygt að stórhöfði hefði verið á fundi nóttina sem kviknaði í kirkjunni. Það var einmitt á sama árstíma. Varð mönnum tíðrætt um stórvindlana sem hann var sífellt að totta og sumir nefndu öflugan Zippókveikjara. Ef til vill hefði verið ráð að gefa þessum kvitti meiri gaum. En það hefur sennilega verið virt bæjarstjórnarmanninum til vorkunnar að hann barðist á þessum tíma við að bjarga fyrirtæki sínu frá gjaldþroti. Ekki hafði hann þó erindi sem erfiði, nauðasamningar strönduðu að mér skilst á lánardrottni úr röðum Bjargvættanna. Það liðu því ekki nema nokkrar vikur þar til tilkynnt var um gjaldþrot rækjuverksmiðj- unnar. Um hugann fóru myrkir þankar í hans garð, en ég reyndi að kæfa þá í fæðingu sökum alvöru málsins. Stórhöfði endurtók í fjöl- miðlum gagnrýni sína á áherslur fyrri bæjarstjórnar. Ég hitti hann á förnum vegi stuttu seinna og vottaði honum samúð, en hann hallaði bara undir flatt og hélt leiðar sinnar. Ég horfði á eftir honum. Hann hafði gyrt hægri buxnaskálmina ofan í sokkinn. Ég vissi ekki hvað mér átti að finnast, en ákvað að lokum að ég gæti hvorki gert honum né sjálfri mér það að kenna í brjósti um hann. Ég velti því stundum fyrir mér hvort það hafi verið daginn sem ég húrraði á rassinum niður stigann sem vatnaskil urðu í samskiptum okkar Anda. Ég hafði verið að tala í símann við einn af ráðamönnum bæjarins þegar ég missti fótanna og rann af stað. Ég var aum í þjó- hnöppunum lengi á eftir. En líklega er það bara sagnarandi minn sem vill hafa samhengi í hlutunum; þetta er einfaldlega alltof brattur stigi. Samt sem áður fannst mér ég vera farin að átta mig betur á munin- um á okkur Anda. Þótt hann segðist vera sammála mér þegar ég gagnrýndi áherslur ráðamanna bæjarins var eins og hann tæki að- finnslur mínar nærri sér. Ég var bara ekki nógu fljót að átta mig á því. Og þegar ég fór að horfa betur á hann virtist mér höfuðið á honum, eða að minnsta kosti hlutar þess, vera í stærra lagi. Hvað er í gangi hérna? spurði ég sjálfa mig og fór að líta í kringum mig. Stuttu síðar dreymdi mig að ég væri í heimsókn á einum af leikskólum bæjarins og 84 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.