Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 87
SAFNGRIPIR að öll börnin væru með risastór höfuð. Þessi ofvöxnu höfuð veltust fyrir sjónum mínum þegar ég vaknaði, þvöl af óhugnaði. Ég fór fram á bað og leit í spegilinn. Er það ég eða þau? spurði ég sjálfa mig. Er ég kannski líka með höfuð í stærra lagi? Eða er það í smærra lagi? Ég var ekki viss, en þegar ég horfði á einstaka andlitshluta þóttu mér þeir mis- stórir, allt eft ir því hvernig ég horfði á þá. Kannski var það spegillinn. Við Andi vorum nánast hætt að ræða saman þegar hér var komið. Og þá sjaldan við tókum saman tal vildi hann aldrei ræða mál Þróunarfé- lagsins. Ég vissi ekki hvort það var ég persónulega sem fór fyrir brjóstið á honum eða afstaða ráðamanna. Þegar þessi mál bar á góma á fundum félagsins sagði hann í mesta lagi: Við verðum að leita annarra leiða. Ég bankaði stöku sinnum upp á síðla kvölds og oftar en ekki blasti þá við mér lokuð kistan. Við vorum löngu hætt að njótast og hvorugt hafði orð á því. Samt þótti mér enn vænt um hann, það var eitthvað við úfna hárið hans og snjáðu buxurnar sem kallaði fram kenndir. Ég gat ekki skilgreint þær, en vissi að þær ristu djúpt. Ekki grunaði mig þó að samband okkar yrði jafn endasleppt og raun varð á. Ég var stödd í Reykjavík vegna þings þróunarfulltrúa þegar þeir hringdu eldsnemma morguns og höfðu slæmar fréttir að færa: Fakt- orshúsið var brunnið nánast til kaldra kola. Hvað með Andrés? spurði ég strax. Bjargaðist hann? Andrés? Og þótt ég yrði að viðurkenna þegar ég grandskoðaði hug minn að ég vissi ekki almennilega hver Andi var í raun og veru, þrátt fyrir allt, þá nötraði ég í langan tíma eftir símtalið, nötraði og grét og fórnaði höndum. Ég sveif í lausu lofti eins og fölnað laufblað, vissi það eitt að upp frá þessu yrði ég ekki annað en gestur fyrir vestan. Enginn veit hvað gerðist, hvort þetta var sjálfkveikja eða íkveikja, en svo hlálega vill til að kvöldið áður hafði komið frétt um að vinur minn stórhöfði hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri nýrrar rækjuverk- smiðju sem reist yrði á rústum þrotabúsins. Það birtust myndir af honum í sjónvarpinu með Havanavindla milli fingra. Hann hafði stór áform á prjónunum, meðal annars um að byggja nýja frystigeymslu fyrir verksmiðjuna og fjármagna hana með hlutafjárútboði. Ég sá mína sæng upp reidda. TMM 2000:4 malogmenning.is 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.