Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Síða 103
UM ENEASARKVIÐU uppreisnarmanna sem áður höfðu verið bandamenn þeirra. Loks voru það borgarastyrjaldirnar, mesta hörmungin af öllu í augum Rómverja sjálfra. Maríus og Súlla börðust um völdin skömmu áður en Virgill fæddist, en þeg- ar hann var tvítugur að aldri skall á annað borgarastríðið, milli Pompeiusar og Caesars, og eftir það var allt loft lævi blandið um langt skeið. Framan af þessu tímabili var öðru hverju lát á hernaðinum, eða styrjaldirnar voru í íjar- lægum álfum og ró heima fyrir, en á dögum Virgils var svo komið að þrjár kynslóðir manna höfðu lítið þekkt annað en nánast samfellt styrjaldará- stand. Svo virðist sem Virgill hafi aldrei borið vopn sjálfur, þótt skáldbróðir hans Hóras, sem var allra manna ólíklegastur til slíks, hafi hins vegar tekið þátt í orustunni við Philippi, þar sem arftakar Caesars og morðingjar hans börðust til úrslita. En eins og allir aðrir fann Virgill fyrir afleiðingum styrj- aldanna, hann skynjaði skelfingar þeirra og óttann við fr amtíðina og hann sá eyðileggingu og dauða alls staðar: borgir í rústum, héruð lögð í eyði, fornar þjóðir horfnar úr sögunni og blómi manna drepinn. I bréfi sem mælsku- maðurinn Cicero fékk frá vini sínum einum, Serviusi Sulpiciusi að nafni, má lesa skýra lýsingu á því ástandi sem blasti þá við mönnum. Bréfið var skrifað í Aþenu í marsmánuði árið 709 eftir stofnun Rómar, sem sé 45 f.Kr. að okkar tímatali, þegar Virgill var 25 ára og hafði ekki enn ort neitt þeirra verka sem hann er nú þekktur fyrir, og var tilgangurinn sá að hughreysta Cicero í per- sónulegum hörmum: Það sýnir sennilega ástandið nokkuð vel, að þær rústir sem sá glöggi Servius Sulpicius sá hilla undir á siglingu sinni um Saroníska flóann fyrir vestan Aþenu voru ekki afleiðingar einnar styrjaldar heldur langvarandi hernaðar- ástands: Egina hafði verið hertekin 210 f.Kr. og allir íbúarnir seldir í ánauð, Korintuborg hafði verið rænd og brotin til grunna 146 f.Kr. og ekki borið sitt barr eftir það (þótt hún ætti reyndar eftir að rísa glæsilega úr rústum skömmu eftir heimsókn Sulpiciusar á svæðið), Pireus hafði verið brennd 86 f.Kr. og Megara, sem hafði verið lögð í rústir 307 f.Kr. en risið upp á ný eftir það, hafði svo aftur verið gereyðilögð í borgarastríðinu milli Caesars og Pompeiusar 48 f.Kr., aðeins þremur árum fyrir siglingu bréfritarans. Svo er að sjá að menn hafi haft takmarkaðan kjark til að byggja upp aftur það sem brotið lá eftir þessi ósköp. Horfurnar voru því harla dökkar hvert sem litið var. En þó sáu margir eina lausn: að Rómaveldi kæmist undir stjórn eins manns sem gæti skakkað leik- inn og komið á langþráðum frið. Fyrst voru slíkar vonir bundnar við Júlíus Caesar, en þær urðu endasleppar, því hann var veginn og útlitið verra en nokkru sinni fyrr. Þá fóru fylgismenn Caesars að líta vonaraugum á frænda hans og ættleiddan erfmgja, Octavianus, en staða hans var í hæsta máta TMM 2000:4 malogmenning.is 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.