Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 105
UM ENEASARKVIÐU Tróju"), kemur aftur gullöld eins og í árdaga, „Mærin (sem sé réttlætisgyðj- an Astrea) snýr aftur, Satúrnus ríkir á ný". Þótt „Búnaðarbálkur", sem var að mestur leyti ortur áður en Octavianus var búinn að vinna lokasigur yfir Ant- oniusi, sé á yfírborðinu e.k. „fræðslurit" um landbúnað, er hann í raun og veru heimspekiljóð um baráttu mannsins við harðneskjuleg náttúruöflin, um líf og dauða, þar sem svartsýni og bjartsýni skiptast á í undarlegum skuggaleik, því enginn sigur yflr náttúruöflunum er endanlegur, menn kunna ekki að haga lífí sínu á réttan hátt og tímarnir eru viðsjárverðir. í Eneasarkviðu er sjóndeildarhringurinn enn stærri og skáldið kafar dýpra í uppgjörinu við þann heim sem það lifði í. Til þessarar miklu hólm- göngu þurfti Virgill víðtækari yfirsýn yfir tímann en þá sem bundin var við líðandi augnablik eitt saman, og hann þurfti að styðja sig við alls kyns fyrir- myndir í skáldskap, bæði eldri og yngri. Hvað sem segja má um skáldskapar- tækni hans og ljóðmál í þessu söguljóði, er ljóst að Eneasarkviða tengist beint veröld Hómerskvæða, sem ort voru einum sex eða sjö öldum áður: hún segir frá sömu atburðum, sem sé Trójustríðinu og brottför þeirra sem þar börðust, og að nokkru leyti þeim sömu persónum sem allir þekktu úr kvæðum sagna- skáldsins blinda. Fjöldamörg atriði í verkinu vísa beint til þeirra, og má nefna eitt klassískt dæmi: lýsingin á smíði skjaldar Eneasar í 8. bók Eneasarkviðu er byggð á „vopnsmíðarþætti" í 18. bók Ilíonskviðu. En við þessa fornu hetju- öld bætir Virgill einu, sem alls ekki var að fínna í kvæðum Hómers og ger- breytir öllu: það er söguspekin. Þegar Virgill hófst handa við að yrkja Eneasarkviðu, tveimur árum eftir orustuna við Actium, var hann sannfærð- ur um að sagan hefði ákveðna merkingu og ákveðinn tilgang: það var vilji ör- laganna, að öll „heimsbyggðin" skyldi að lokum sameinast í einu ríki, Rómaveldi, og það var sögulegt hlutverk Rómverja að vera verkfæri þessara örlaga, leggja undir sig heim allan, stofna þetta ríki og koma á varanlegum friði. En þetta kostaði harða og mjög oft tvísýna og sársaukafulla baráttu, og um það snerist saga mannsins. Til þess að setja fram þessa söguspeki þurfti Virgill sjónarhól, þar sem hann gat horft yfir alla veraldarsöguna eins og menn þekktu hana, frá gullöldinni og hetjuöldinni og allar götur fram að orustunni við Actium, og yfir þann hluta „heimsbyggðarinnar" sem verið hafði meginsvið þessarar sögu. Slíkt víðsýni fann hann ekki í neinum þeim bókmenntum sem ritaðar höfðu verið á grísku eða latínu á undan honum, en hann gat notað hetjuver- öld Hómerskvæða sem e.k. stökkpall til að mynda sér sjónarhól af því tagi sem nauðsynlegur var. Öfugt við það sem menn hafa sagt er Eneasarkviða því ekki „stæling" eða „afturhvarf' til Hómerskvæða heldur nokkurs konar „endurvinnsla" hinna fornu hetjukvæða til að setja fram hugsun sem er al- veg ný, gæða hið forna ljóðmál nýrri merkingu. TMM 2000:4 malogmenning.is 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.