Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 106
EINAR MÁR JÓNSSON IV Það sem myndar fyrst og fremst tengslin við veröld Hómers er Eneasarsögn- in. Svo undarlega vill til, að í Ilíonskviðu talar Hómer um Eneas á mjög myrkan hátt, en gefur þeim mun meira í skyn, eins og hann vilji beinlínis búa í haginn fyrir skáld seinni tíma og skapa því yrkisefni. f Trójustríðinu er Ene- as hinn mesti kappi, “virtur af alþýðu Trójumanna, sem væri hann einhver guðanna” (Ilíonskviða XI, bls. 206), en hann er yfirleitt ekki fr amarlega í bar- dögum, og ef hann kemst í hann krappan, bjarga guðirnir honum umsvifa- laust, með því að hylja hann skýi eða á annan hátt, því honum eru ætluð önnur forlög en þau að falla við Trójumúra: “svo er ákveðið, að hann skuli af komast svo Dardansætt verði ekki aldauða, að engir verði niðjar hans”, “mun því hinn sterki Eneas ríkja yfir Trójumönnum, og svo barnabörn hans, er síð- ar munu af honum koma” (Ilíonskviða XX, bls. 408). Þessi dularfullu orð skýrir Hómer hvergi nánar, en svo er að sjá að uppi hafi verið sögn um að Eneas hafi komist á brott eftir fall Tróju með hóp eftirlifandi manna, hafi þeir sest að einhvers staðar í grenndinni og lifað þar áfram. En sögnin um undan- komu og ferðalög Eneasar þróaðist síðan gegnum aldirnar og fékk nýjar víddir: að lokum er hún orðin á þá leið að Eneas hafi komist til Ítalíu með mönnum sínum effir mikið flakk og bardaga, sest að í Latium og orðið ætt- faðir stofnenda Rómaborgar og að vissu leyti Rómverja sjálfra. í þessari mynd var sögnin, þegar Virgill tók hana til meðferðar. Bæði myrk orð Hómers og þróun sögunnar síðar hentuðu honum svo vel, að á betra varð naumast kosið. Orðin „svo er ákveðið" o.s.frv., sem lögð eru Póseidon jarðarskelfi í munn, má nefnilega mæta vel túlka, út frá sjónarmiðum sem Hómer sjálfum voru gersamlega framandi, á þann veg að Eneas hafi haft sér- stakt hlutverk í sögunni, hann hafi verið verkfæri í höndum miklu voldugri afla, og þá verður ferðalag hans til Latium ekki marklaust flakk, heldur liður í stærri áætlun. Svo er annað. Virgli virðist vera mjög í mun að sýna fram á, að Ítalía, og þá líka Latíum, hafi þegar í byrjun verið hluti af þeirri veröld sem Rómverjar áttu síðar eftir að sameina: þótt „heimsbyggðin“ hafi verið sundruð og klofin á hetjuöldinni, hafi hún eigi að síður verið e.k. menning- ar- og trúarheild og menn getað flust ffam og aftur. Dardanus ættfaðir Tróju- manna hafi t.d. upphaflega verið kominn ffá Ítalíu. Með því að rekja ferðir Trójumannsins Eneasar gegnum ýmsa áfangastaði allar götur til Latium, þar sem hann hittir fyrir flóttamenn ffá Arkadíu og heyrir sögu um afreksverk Heraklesar á þeim stað þar sem Rómaborg átti síðar eft ir að rísa, tengir Virg- ill fortíð Ítalíu við Ódysseifskviðu og allan hinn forna sagnaheim Grikkja. í lýsingu hans er „heimsbyggðin“ þegar á vissan hátt sameinuð, þótt stofnun eins heimsríkis væri tæplega í sjónmáli, og saga Eneasar sjálfs skýrir jafnvel 104 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.