Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 107
UM ENEASARKVWU einstaka þætti sameiningarinnar: þar sem Eneas var Trójumaður mátti túlka styrjaldir Rómverja gegn Grikkjum mjög mörgum öldum síðar sem fram- hald Trójustríðsins og annað eftir því. í sveiflum samtímans fengu slíkar túlkanir síðan nýjan efnivið, og hann ekki af lakara taginu. Til var gömul sögn um að júlíanska ættin í Rómaborg væri komin í beinan karllegg af syni Eneasar, sem ýmist er nefndur Askanius eða Júlus, og virðist sá uppruni ekki hafa haft neina sérstaka merkingu, með- an Júlíusarnir voru aðeins ein forn ætt meðal margra annarra og ekki öðrum framar. En nú var svo komið að það var maður úr þessari ætt sem rekið hafði smiðshöggið á sameiningu Rómaveldis og nú var hann orðinn hæstráðandi í Róm. Við það fékk Eneasarsögnin alveg nýjar víddir, því beint lá víð að tengja saman hlutverk þessara tveggja manna, ættföðurins Eneasar og yngsta af- komandans, Ágústusar. Á þennan hátt gat Virgill nú notað veröld Hómerskvæðanna beggja til að setja fram hugmyndir sínar um söguna. Fræðimenn hafa löngum túlkað Eneasarkviðu á þann hátt, að hún skiptist í tvennt: fyrstu sex bækurnar væru eins konar „Ódysseifskviða", þar sem þær segja frá flakki Eneasar frá Tróju til ítalíu, en sex hinar síðari væru svo „Ilíonskviða", þar sem þær segja frá bar- dögum Eneasar á ítalíu áður en hann getur fest þar rætur. Þetta er á vissan hátt rétt, en þó verður að hafa talsverðan fyrirvara. Aðalefni Ódysseifskviðu er heimkoma hetjunnar, en fyrri hluti Eneasarkviðu fjallar ekki um neitt slíkt, heldur þvert á móti flutning í annað land, sem hetjan veit í byrjun ekk- ert um: hann snýst þannig ekki um heimþrá heldur óvissu og jafnvel ráða- leysi, og svo alveg nýja opinberun. Eins og Ilíonskviða fjallar seinni hluti Eneasarkviðu um „reiði", sem sé ofsa og bræði Túrnusar, en hún hefur allt aðra merkingu og afleiðingar en „fársfull heiftarreiði Akkils Peleifssonar", því hún er liður í örlögum hetjunnar og sögulegu hlutverki hennar. Auk þess fellir Virgill inn í þennan forna ramma alls kyns efni og tilvísanir sem tilheyra tímanum löngu á eftir Hómer. Má nefna að ástarsaga Jasonar og Medeu í helleníska söguljóðinu „Sæfararnir á Argo" er ein af fyrirmyndun- um í Dídóar-þætti Eneasarkviðu, og menn hafa einnig fundið áhrif frá grísku harmleikunum, svo og verkum hellenísku skáldanna, en fleira býr þó undir, því að í tilvísunum af þessu tagi beitir Virgill stundum markvissum tímaskekkjum af margvíslegu tagi. Einfalt dæmi um það er höll Latínusar konungs í sjöundu bók verksins, sem lýst er þannig, að það hlaut að leiða huga rómverskra lesenda að einni voldugustu byggingu Rómaborgar sam- tímans, hofi Júpíters á Kapítólshæð. Miðjarðarlöndin eru því ekki aðeins sameinuð, heldur renna hinir ýmsu tímar saman í eitt: fortíðin boðar seinni tíma og seinni tími er þegar til staðar í fortíðinni. Þannig fær lesandinn út- sýni yfir alla sögu mannkynsins, eins og Virgill sér hana. Loks er frásagnar- TMM 2000:4 malogmenning.is 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.