Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 108
EINAR MÁR JÓNSSON háttur Virgils gerólíkur vinnubrögðum Hómers, og er nauðsynlegt að benda á eitt: hinir ýmsu þættir Eneasarkviðu kallast á með ýmsu móti, og til að skilja hvern þátt verksins fyrir sig er oft nauðsynlegt að skoða hann í nánu samhengi við eitthvað annað. Ef þannig er litið á verkið að það skiptist í tvo jafna hluta, má t.d. fínna nána hliðstæðu með annarri og áttundu bók þess. Önnur segir frá eyðileggingu borgar, Tróju, og hin gefur fyrirheit um stofn- un borgar, Rómar, og það tengist saman, því til að Róm gæti risið varð Trója að eyðast. V En það er hægt að lesa Eneasarkviðu með ýmsu móti, og kannske er einfald- ast til skilnings á verkinu að líta svo á, að það skiptist í þrjá nokkuð jafna hluta sem hver um sig er fjórar bækur. Fyrsti hlutinn segir frá því hvernig flóttamaðurinn Eneas, sem kemst með naumindum lífs af með föður sínum og syni, þegar Trója fellur, og er gersam- lega áttavilltur í byrjun, verður þess smám saman vísari hvaða hlutverk guð- irnir hafa ætlað honum: að fara til „Vesturlandsins", Italíu, setjast þar að og eignast nýtt óðal. En þessa þekkingu öðlast Eneas ekki fyrr en eftir miklar villur og hún er takmörkuð enn sem komið er. Því er hætt við að hann hefði ekki valdið hlutverkinu, ef hann hefði ekki haft stuðning föður síns, Ankises- ar, sem skilur fyrr en hann, en Ankises deyr í Sikiley, og þá lendir Eneas í mestu rauninni: vegna ástarinnar á Dídó drottningu í Karþagó gleymir hann hlutverki sínu um stund. En Júpíter áminnir hann, og hann siglir af stað til ítalíu. Allan þennan fyrsta hluta mætti kenna við Karþagó, því verkið hefst á því að Eneas kemst þangað í hrakningum sínum og sögu sína fram að því, fall Tróju og flóttann, segir hann síðan Dídó drottningu í veislu. Þessum frá- sögnum er hagað þannig, að glöggur lesandi getur skilið hvað er á seyði betur en Eneas gerir sjálfur. Áður en Eneas hefur sögu sína í veislunni í Karþagó, syngur kvæðamaðurinn Jópas langan brag, sem er rakinn í meginatriðum: „Hann syngur um slóðir mánans og strit sólar, um upptök mannkyns og dýra, regns og elds, syngur um Arktúrus, hina vætusömu Sjöstjörnu og Birn- ina báða, og um það, hví sólirnar hafa svo mjög hraðan við á vetrum að sökkva sér í úthafið og hvað veldur löngum nóttum" (þýðing Hauks Hann- essonar, bls. 38). Eftir þetta tekur Eneas til máls og segir frá falli Tróju. Á þennan hátt er Virgill í rauninni að setja þessa sögulegu atburði sem tengjast Trójustríðinu inn í miklu stærra samhengi: þeir verða hluti af skipan al- heimsins og síðan þáttur í þeirri veraldarsögu sem hófst með „upptökum mannkyns og dýra". Sá grunur vaknar því að hlutverk Eneasar sé einnig þátt- 106 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.