Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 109
UM ENEASARKVIÐU ur í þessari skipan, og hann styrkist enn ef litið er á samlíkingu sem komin er nokkru á undan. Það var algengt að skáld líktu ólgandi manníjölda við úfinn sæ (og það gerir Hómer þegar, sbr. Ilíonskviðu II, bls. 31, og aftur bls. 36-37) en Virgill snýr þessari samlíkingu við: „Eins og oft verður þegar saman er kominn fjöldi manna og ratar í uppnám (...), þá þagnar lýðurinn, heldur að sér höndum og sperrir eyrun þegar skyndilega birtist maður sem er mikill sakir verðleika sinna og trúmennsku; hann stýrir hug þeirra með orðum sín- um og mýkir brjóst þeirra: eins hljóðnaði allur gnýr sjávar er faðirinn leit yfir hafflötinn og ók um heiðan himin, sveigði til hesta sína, flaug í þýðum vagni með slakan taum“ (bls. 21). Umbyltingar sögunnar og hamfarir náttúruafl- anna eru hliðstæður: raunverulegur stjórnmálamaður, „sem er mikill sakir verðleika sinna og trúmennsku“ hefur það hlutverk að lægja ólgu og ofsa, slíkur maður á Eneas að verða - það er athyglisvert að latneski textinn hefur hér orðið „pietas“ (“trúmennska") sem vísar beint til þess lýsingarorðs sem oft er viðhaft um Eneas, „pius“ (sem Haukur Hannesson þýðir sem „trúfast- ur“, „guðhræddur“ og ,,skyldurækinn“) - og hann á að eignast afkomendur sem hafi sömu dyggðir. En áður en hann sé fær um slíkt verður hann að ganga í gegnum margvís- legar raunir, og í dvölinni í Karþagó kom í Ijós hvað var í húfi. Dídó drottning var í sömu stöðu og Eneas, fyrirliði flóttamanna, en komin lengra því flakk hennar var á enda: hún var langt komin að byggja nýja borg fyrir sig og menn sína. í þeirri óvissu sem Eneas var, hlaut það að verða ffeisting fýrir hann að láta staðar numið á þessum slóðum, eins og Dídó bauð honum. En það hefði haft heimssögulegar afleiðingar, það hefðu orðið Karþagómenn sem sam- einuðu „heimsbyggðina“ en ekki Rómverjar, og smáatriði sýnir hvað slíkt hefði haff í för með sér. Þegar Merkúríus kemur til Karþagó að áminna Ene- as, er honum lýst á þennan hátt: „Það stirndi á sverð hans af gulum jaspis- steini, hempan á öxlum hans glóði af týrverskri purpuraskel; hana hafði Dídó ríka gjört og ofið klæðið með finum gullþræði“ (bls. 92). Jaspissteinn, purpuraskel, gullþráður: eins og Antoníus löngu síðar er Eneas að verða austrænn í háttum, og Dídó sýnir það með ofsa sínum og æði að hún er af sama sauðahúsi og sjálf Kleópatra. „Heimsbyggðin“ hefði því getað orðið austrænt konungsdæmi, en það vildu örlögin að lokum ekki: Eneas verður að taka aftur upp hlutverk sitt, og nú er það skýrt að hann á að halda til streitu þeim dyggðum, sem Rómverjar stærðu sig síðar af: ró og trúmennsku, og vinna þannig bug á ólgu og ofsa meðal manna. Og ff iður í mannheimum er sama eðlis og ró náttúruaflanna. Annar hlutinn segir frá því hvernig Eneas kemst smám saman og í fjórum áföngum á þann stað sem örlögin ætla honum og afkomendum hans. í fimmtu bók kemst hann til Sikileyjar, í hinni sjöttu á strendur Ítalíu, í hinni TMM 2000:4 malogmenning.is 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.