Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 110
EÍNAR MÁR JÓNSSON sjöundu til árósa Tiber-fljóts, þar sem hann og menn hans byggja herbúðir og setjast að, og í hinni áttundu kemur hann á þann stað, þar sem Rómaborg á löngu síðar eftir að rísa. Allur þessi hluti er í meginatriðum saga um ferða- lög, en á bak við það er annað og meira: nú fær Eneas loksins fulla vitneskju um hlutverk sitt, eða a.m.k. eins fulla og dauðlegur maður í hans stöðu getur fengið. Til þess verður hann að stíga niður til undirheima og ferðast um meðal dauðra, þangað til hann hittir föður sinn Ankises glaðbeittan á Ódá- insvöllum. Hjá honum fær hann ýtarlega og heimspekilega skilgreiningu á lífi, dauða og endurholdgun og hann sér sálir þeirra Rómverja, afkomenda sinna, sem eiga eftir að fæðast og leika stórt hlutverk í sögunni. Þessi opinberun heldur áfram þegar Eneas er kominn á þann stað þar sem Rómaborg átti eftir að rísa. Þar sér hann menjar um fortíðina, því áður hafði Satúrnus ríkt á þessum slóðum og var það síðasti þáttur gullaldarinnar fornu, áður en hún leið undir lok. En svo smíðar eldguðinn Volkanus skjöld handa Eneasi, sem er e.k. ímynd alheimsins með röð af myndum af stórat- burðum úr sögu Rómverja á óorðnum tímum: ber þar hæst Ágústus keisara í orustunni við Actium. Þessar myndir skilur Eneas að sjálfsögðu ekki, en hann axlar skjöldinn og þá jafnframt örlög óborinna afkomenda sinna, eða eins og Haukur Hannesson þýðir: „Hann leggur á herðar sér lofstír og forlög niðja sinna" (bls. 201). Þriðji og síðasti hlutinn segir loks frá þeirri styrjöld sem Eneas verður að heyja í Latíum til að geta sest þar að. Nú á hann í höggi við Túrnus, sem er enn persónugerfingur þess ofsa, sem hann á að vinna gegn. Þar sem Eneas er nú búinn að fá fulla vitneskju um hlutverk sitt og það sem honum ber að gera, má segja að útslitin séu fyrirfram ráðin, og þess vegna finnst sumum nútímamönnum minna um þennan hluta verksins koma en það sem á und- an var gengið. Það vantar þó ekki að styrjöldin sé nógu dramatísk og grimmileg, á köflum eins og blóði drifin sjónvarpsmynd en með ýmsum óvæntum atvikum (eins og því þegar skip Trójumanna breytast skyndilega í hafrneyjar), og Virgli bregst engan veginn bogalistin. Verkinu lýkur á heldur myrkan hátt með því að Eneas vegur Túrnus. Enn er langt í stofhun Róma- borgar, en andi hennar svífur þegar yfir vötnum Tiber-fljóts. VI Allur þessi ferill Eneasar er markaður með orðinu „örlög", fatum, sem kemur fyrir strax í annarri ljóðlínu verksins og er svo endurtekið eins og leiðslustef á öllum mikilvægum stöðum. Að því er virðist eru það guðirnir sem ráða þess- um örlögum, og koma einkum þrír við sögu með mismunandi hlutverk: Júpíter er æðstur en svo eru tvær gyðjur lægra settar, Venus sem vinnur með 108 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.