Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 111
UM ENEASARKVIÐU örlögunum og Júnó sem beitir sér gegn þeim. Þau hafa öll hönd í bagga með því sem gerist í mannheimum og virka á ýmsan hátt, jafnvel með því að beita náttúruöflunum fyrir sig. Þessi afskipti guðanna eru kannske sú hlið verks- ins sem er nútímamönnum mest framandi, enda hafa ffæðimenn um þau deilt. Þeir hafa t.d. bent á að ekki sé ljóst í verkinu hvort örlögin séu einfald- lega vilji hins æðsta guðs, eða hvort Júpíter sé einungis fulltrúi einhverra ópersónulegra örlaga, sem sé “markmiðs” sögunnar sjálfrar. Auk þess hafa menn viljað túlka guðina sem e.k. sálræn öfl hið innra með mönnum sjálf- um: það sem guðirnir skipi mönnum sé aldrei annað en þeir myndu sjálfir finna upp á að gera við þær aðstæður sem þeir eru í, og því séu “guðirnir” e.k. táknræn sálfræði eða persónugerðar sveiflur sálarlífsins. En það er sennilega rangt að setja dæmið upp á þennan hátt. Virgill áleit að sagan fylgdi ákveðnum rökum og hefði tilgang, og í verki hans eru guðirnir kraftbirting þeirra afla sem vinna að þessum tilgangi með mismunandi hætti, þannig að það virðist oft harla mótsagnakennt frá sjónarmiði dauð- legra manna. Hin æðstu örlög, sem persónugerast í Júpíter, beita mönnum, og jafnvel óæðri guðum, sem verkfæri til að framkvæma áætlun sem er að verulegu leyti ofvaxin skilningi þeirra. Mismunandi sjónarmið af þessu tagi endurspeglast mjög glögglega í ræðu Júpíters við sendiboðann Merkúríus og síðan í ræðu Merkúríusar við Eneas í fjórðu bók (bls. 91 og 92 í þýðingu Hauks Hannessonar). Júpíter reifar í fáum orðum djúpa og flókna söguspeki og sendir Merkúríus svo af stað með skilaboð, sem er aðeins eitt orð á latínu en verður á íslensku „hann skal sigla!“ Boðin sem Merkúríus flytur síðan Eneasi segja kannske það sem eðlilegt var fýrir hann sjálfan að hugsa á þeirri stundu og því á vissan hátt sálffæði, en þau endurspegla ekki nema að litlu leyti hugsun Júpíters. Menn eru semsé verkfæri örlaganna til að skapa sögu, en vita ekki sjálfir hvaða saga það er sem þeir skapa. Þetta varpar ljósi á annað atriði sem virðist undarlegt. Af hatri við Tróju- menn vinnur gyðjan Júnó jafnan gegn örlögunum, þótt henni sé kunnugt um að þeim verði ekki breytt, og í söguljóðinu gerir hún Eneasi og mönnum hans ófáa skráveifuna. Hann verður sjálfur að heyja harða baráttu gegn henni til að ná því markmiði sem örlögin hafa þó ætlað honum. En þegar lit- ið er á gerðir Júnóar frá æðra sjónarmiði, frá sjónarmiði sögunnar í heild, kemur hins vegar í ljós að þær stuðla allar að því um síðir, þrátt fyrir yfir- lýstan vilja hennar sjálfrar, að ffamkvæma þá víðtæku sögulegu áætlun sem Eneasi sjálfúm er hulin. Júnó dregur taum Púnverja og til að fá Eneas til að setjast að í Karþagó kveikir hún ást með honum og Dídó (sem lesandanum finnst reyndar eðlilegt, eins og málum var komið, að hefði kviknað án nokk- urra afskipta guðanna). En með því sáir hún því hatri milli Rómverja og Púnverja sem leiðir að lokum til þess að Karþagó er lögð í rústir. í lok kvæð- TMM 2000:4 malogmenning.is 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.