Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Síða 118
ETHAN COEN Ég vaknaði í svitabaði. Hvítt. Allsstaðar hvítt. Hvítklædd kona brosti niður til mín. Spítali. Það var þögn í herberginu - dauðaþögn; allt umhverfishljóð háfði verið sogað í burtu. Ég snerti hægra eyrað og fann aðeins þykkar sára- umbúðir sem voru plástraðar við hausinn á mér. Við snertinguna kom ógurlegur sársauki. Þrjóturinn. Beit það allt af. Ég hafði skotið hann, misst meðvitund og farið ... í drauminn. Lestarstöð. Glamur. Bergmál. Og nú ... Ég þurrkaði svitann úr augunum. Hjúkrunarkonan hreyfði varirnar en dauð stofan gleypti allt hljóð. Það virtst ekki angra hana. Því skyldi það angra mig? Ég leit upp í loft- ið. Flísar með óteljandi litlum götum. Hversu mörg göt í öllu loftinu? Gataloftinu. Öllu loftinu. Það heyrðist ekkert þegar ég öskraði. Ég öskraði aftur, en stofan drakk í sig röddina. Eitthvað blautt og loðið kom við handlegginn á mér. Bara hjúkrunarkonan að væta handlegginn með bómull. Ég hafði ekki heyrt hana koma. Fyrir aftan hana undirbjó læknir sprautu. Þau ætluðu að þagga niður í mér aftur. Hjúkrunarkonan virtist hrædd. Hvers vegna? Ég hefði aldrei meitt hana. Ég léti engan komast upp með að meiða hana. Mjúkt andlit hennar hvarf á bak við síða ljósa lokka. Ég sá uppundir hana þar sem hún sat og hélt handleggnum á mér. Mjaðmirnar voru þéttar en blíðar. Þar væri hægt að lifa góðu lífi. Ég horfði á mjaðmirnar og grét. Ég grét hljóðlaust. Þau ætluðu að senda mig aftur í drauminn. En ég vildi vera vakandi, hérna með henni. Ég vildi að hún hneppti frá sér sloppnum og þrýsti mér að barmi sér, læknaði mig, hvíslaði í eyra mér. Mig langaði að finna heitan andardrátt hennar og heyra hana hvísla í eyrað á mér. „Gifstu mér!“ öskraði ég á hana. „Gifstu mér! Gifstu mér!“ Læknirinn kýldi mig. Hjúkrunarkonan hneppti ekki frá sér búningnum. Hún þrýsti mér ekki að barmi sér. Og ég hafði ekkert eyra sem hún gat hvíslað í. Höfuðið á mér lak niður. Hugsanir reyndu að brjótast upp á yfirborðið, börðust um á hæl og hnakka. Hvernig kæmi eyrnastæðið til með að líta út þegar umbúð- 116 malogmenning.is TMM 2000:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.