Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 122
ETHAN COEN verið að syngja. Dag einn fékk ég frisbí-disk í hausinn. Ég sneri mér við og sá krakka hlaupa til mín með útrétta arma og blaðrandi eitthvað. Ég barði hann í buff. I lok vikunnar hafði ég ekki enn fengið heyrnina þannig að ég fór til sálfræðingsins. Hann lét mig, án gríns, leggjast á sófa og loka augunum á meðan ég talaði, sem mér fannst hálfhallærislegt, en hvað gat ég svo sem sagt við því? Hann skrifaði og bað mig að segja frá barnæsku minni og draum- um, eins og þessir hlutir skiptu einhverju máli. Ég gerði þetta, þrisvar í viku, í fimmtíu mínútur hvert skipti. Hann sat fyrir aftan mig og hlust- aði. Stundum hafði ég ekkert að segja og lá bara á sófanum þar til hann birtist fyrir framan mig, brosti og benti á úrið sitt - tíminn var búinn. Ég fór að hugsa um hvort þetta gerði mér nokkurt gagn. Það var auðséð að ég fengi ekki heyrnina aftur. I einum tímanum spurði ég sál- fræðinginn hvort hann ætti ekki að gera eitthvað annað en að sitja og græða á mér peninga, en hann skrifaði og spurði hvers vegna ég væri svona fjandsamlegur. Ég spurði af hverju ég gæti ekki bara legið á sóf- anum heima hjá mér og sagt veggjunum frá barnæsku minni, og hann hristist og engdist og tók um magann eins og þetta væri besti brandari sem hann hefði heyrt alla vikuna. Hvað um það, ég hafði ekki efni á að vera aðgerðarlaus þar til heyrn- in kæmi aftur og ég var orðinn leiður á að sitja og vorkenna sjálfum mér. Ég fór að fara á skrifstofuna á hverjum morgni. Ég sat þar við skrifborðið mitt og horfði á dyrnar. Ég vildi ekki að viðskiptavinurinn kæmi að mér starandi út í loftið án þess að hafa hugmynd um að ein- hver væri kominn. Ég mændi á dyrnar í þrjá daga áður en þær lukust upp. Hún leit út fyrir að vera um þrítugt, en það er ekki gott að geta sér til um aldur feits fólks. Hún hikaði í dyrunum eins og hún væri hrædd við að koma inn. Ég kinkaði kolli og benti henni á stólinn fyrir framan skrifborðið. Hún brosti lítið eitt, sagði eitthvað, lokaði dyrunum á eft- ir sér og settist niður. Andlitið á henni virtist eitthvað strekkt. Hún vatt sér í málið. Það virtist sem hún talaði frekar hratt. Hún starði á skrifborðið mitt á meðan hún talaði. Hún fitlaði við töskuna sína, sem hún geymdi í kjöltunni, og hreyfingarnar urðu hraðari og hraðari. Stöku sinnum leit hún snöggt á mig án þess að gera hlé á máli sínu. Tár lak niður í kjöltu hennar. Síðan annað. Hakan á henni skalf. 120 malogmenning.is TMM 2000:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.