Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 124
ETHAN COEN Gluggatjöldin feyktust út um gluggann. Gegnumtrekkur. Ég leit við og sá að dyrnar voru opnar. Feita konan stóð í gættinni og hreyfði var- irnar. Á því hvernig stríkkaði á hálsinum á henni og hvernig hún beygði sig fram sá ég að hún var að öskra. Svo fór hún aftur og hurðar- skellurinn var nógu öflugur til að skekja gólfið. „Sömuleiðis, elskan,“ æpti ég. Sumt fólk hefur enga samúð með fötluðum. Ég átti von á betri meðferð frá henni, þar sem hún var engin fegurðardís sjálf. Seinni partinn þennan dag fór ég í síðasta skipti til sálfræðingsins. Ég lá í sófanum og var að segja honum frá því þegar ég drukknaði næstum því í Muscatatuck-ánni þegar ég var átta ára. Ég vissi ekki hvort hann þekkti til á Fargo-svæðinu. Ég sneri mér við til að spyrja hann. Hann sat í skrifborðsstólnum með fæturna uppi á skrifborði og hló og talaði í símann. „Hei.“ Þegar hann sá mig kipptist hann við, settist upp og þrýsti símtólinu fast upp að sér. Hann sleppti því og spennti greipar á skrifborðinu. Hann leit niður á hendurnar á sér og svo aftur á mig. Hann brosti. Hvað hafði hann verið lengi í símanum í þessum tíma? Hve lengi í öllum tímunum? Helminginn? Meira en helming? Allan tímann? Ég stóð upp, hægt, og gekk yfir að borðinu hans. Ég hlýt að hafa litið út eins og brjálæðingur. Guð veit að þannig leið mér. Bros sálfræðings- ins hvarf af andlitinu og hann fálmaði í kringum sig á borðinu. Hann tók upp skýrsluna mína og fór að skoða hana. Hann leit snöggt á mig. Hann hefur líklega verið að reyna að hugsa um hvað hann ætti að gera. Hann þóttist vera niðursokkinn í lestur skýrslunnar. Hann setti stút á varirnar, horfði á skýrsluna og brosti síðan heimskulega til mín. Þegar ég rétti út höndina vék hann sér undan eins og hann héldi að ég ætlaði að gefa honum einn vel útilátinn á trompetinn, en ég gerði það ekki. Ég reif skýrsluna úr höndunum á honum. Inni í möppunni var eitt blað þar sem nafnið Victor Strang var vélritað efst á síðuna. Þar fyrir neðan hafði hann skrifað eigin hendi „heyrnarlaus.“ Á miðri blaðsíðunni var lítil teikning af bjálkakofa og Óla prik, sem stóð fyrir framan kofann, og þar fýrir neðan hafði verið skrifað í flýti: „Drykkir. Miriam. 8.45.“ Það var allt og sumt. Öll skýrslan um mig. Þú heldur kannski að ég hafi ekki brjálast. 122 malogmenning. is TMM 2000:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.