Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 125
MEÐ ELD í ÆÐUM Ég kallaði hann öllum illum nöfnum. Þegar ég varð uppiskroppa með nöfn fór ég að öskra. Þegar ég varð of hás til að öskra velti ég borð- inu hans um koll, sem var langt frá því að vera auðvelt, trúið mér. En það fyndna var hvernig hann sat bara í stólnum og starði á pípuna sína, kipptist við, en horfði aldrei á mig, eins og hann héldi að ef hann horfði ekki á mig myndi ég ekki buffa hann. Ef það var það sem hann hélt, þá gekk það eftir. Ég snerti aldrei gaurinn. Ég bara sparkaði nokkrum sinnum í borðið og stormaði út. Móttökudaman hans hafði staðið í dyrunum og æpt eitthvað á mig. Hún var fljót að víkja úr dyra- gættinni þegar ég gekk út. Þetta var versti dagur lífs míns fram að þessu. Ég hringdi í neytenda- samtök til að segja þeim ffá því hvernig ég var hafður að fífli. Ég veit ekki hvort þau gerðu nokkuð í sambandi við þennan gaur. Ég veit ekki einu sinni hvort þau svöruðu í símann. Guð, hvað tíminn leið hægt. Ég vildi ekki að atvikið með feitu konuna endurtæki sig þannig að ég hringdi í skiltamálara og bað hann að skrifa heyrnarskertur á gler- hurðina á milli orðanna Victor Strang og einkaspæjari. Ég keypti mér símsvara og tók upp skilaboð. „Þetta er Victor Strang. Ritarinn minn er ekki við eins og er og ég er heyrnarlaus í óákveðinn tíma. Þú getur komið og talað við mig á skrifstofunni eða skilið eftir skilaboð eftir að hljóðmerkið heyrist. Ritarinn minn skrifar þau síðan niður fyrir mig þegar hún kemur aftur.“ Ég gaf skúringarkonunni tuttugu dollara fyr- ir að hlusta eftir skilaboðum á hverju kvöldi. Með peningunum sem ég borgaði henni, og fjögurhundruð og átta- tíu dölunum sem ég borgaði sálffæðingnum, og fjörutíu fyrir skilta- málarann, og sjötíuogfímm fyrir símsvarann, svo ekki sé minnst á sex hundruð dollarana fyrir sjúkrahúsvistina, hafði þetta eyrnarugl kost- að mig dágóða summu. Mér datt í hug að lögsækja dánarbú Johnny Marchetta, en ég efaðist um að hann ætti dánarbú. Þó svo væri myndi lögfræðingurinn minn örugglega svindla á mér. Því ekki, ég var nú einu sinni heyrnarlaus. Heiðarleiki í auglýsingum lokkaði fjandakornið ekki kúnnana. Eft ir tveggja vikna bið sá ég að ég gæti verið þakklátur fyrir hvað sem var. Hvers konar kúnna fékk ég svo að lokum? Þýskan fjárhund sem leiddi vitleysing með sólgleraugu í taumi. TMM 2000:4 malogmenning.is 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.