Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 141
Ritdómar Allt sem skiptir máli. . Steinunn Sigurðardóttir. Hugástir. Mál og menning 1999,69 bls. Þegar ritferill Steinunnar Sigurðardóttur er skoðaður vekur athygli að verk hennar eru innan allra bókmenntagreina; hún skrifar ljóð, smásögur, skáldsögur, leikrit (fyrir sjónvarp) auk þess sem hún hefur skrifað barnasögu, viðtalsbók og fengist við þýðingar. En Steinunn hóf feril sinn sem ljóðskáld og hinn ljóðræni strengur er til staðar í flestum verkum hennar og setur til að mynda sterkan svip sinn á skáldsögur hennar Tímaþjófinn og Ástin fiskanna. Fyrsta bók Steinunnar var ljóðabókin Sífellur sem kom út árið 1969.1 kjölfarið sigldi ljóðabókin Þar ogþá (1971) og átta árum síðar kom þriðja ljóðabókin, Verksummerki (1979). Á níunda ára- tugnum sneri Steinunn sér að smásagna- gerð og skrifaði tvö leikrit fyrir sjónvarp, en eina ljóðabók gaf hún út 1987, Kartöfluprinsessuna. Fimm árum síðar kemur Kúaskítur og norðurljós (1991) og tæpur áratugur líður á milli hennar og Hugásta sem kom út í fyrra. Hugástir er sem sagt sjötta ljóðabók Steinunnar en hún hefur einnig gefið út fimm skáldsög- ur, auk fleiri verka, síðastliðin fimmtán ár. Á þessum þrjátíu árum sem ritferill hennar spannar hefur hún fest sig ræki- lega í sessi sem einn af athyglisverðustu samtímahöfundum okkar. II Steinunn Sigurðardóttir hefur ótvíræða sérstöðu í íslenskum bókmenntum og erfitt að skipa henni í flokk með öðrum höfundum. Vissulega er hún hluti af hópi ungra ljóðskálda sem ef til vill má kenna við 68-kynslóðina og sem fram komu á ofanverðum sjöunda áratugnum og byrjun þess áttunda. Þetta er kynslóð- in sem kom á eftir kynslóð atómskáld- anna og módernistanna - kynslóð sem leitaði nýrra leiða eftir róttæka höfnun hefðbundinnar ljóðlistar; eftir uppbrot formsins og innleiðingu hins torráðna myndmáls og svartsýnnar heimssýnar eftirstríðs- og kaldastríðsáranna; og í andstöðu við bylgju nýraunsæislegrar þjóðfélagsádeilu. Þetta er kynslóðin sem leiddi húmorinn aftur til hásætis í ís- lenskum bókmenntum, enda oft kölluð „fyndna kynslóðin". Sérstaða Steinunnar í þessum hópi fólst kannski fyrst og fremst í þeirri staðreynd að hún var eina konan í hópnum og hin kankvísa kven- lega rödd sem talar í fyrstu ljóðabókum Steinunnar sker sig því sannarlega úr karlakórnum (þótt ég sé alls ekki að halda því fram að sá kór hafi verið ein- radda!). Sú umbylting ljóðformsins og það hefðarandóf sem atómskáldin áttu stærstan þátt í að innleiða í íslenska ljóð- list er að sjálfsögðu enn til staðar í verk- um næstu kynslóðar (og kynslóða - það er engin leið til baka) en það sem ein- kenndi hið „frjálsa form" sporgöngu- TMM 2000:4 malogmenning.is 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.