Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 144

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 144
RITDÓMAR Óþekkjanleg stútungskerling breið og brussuleg aftanfyrir. Verðlaun ofurhugans, segja hringsvegs- menn. Fimmti og síðasti hluti bókarinnar ber yfirskriftina „Brotnar borgir" og í hon- um er níu ljóð án titils. Hér yrkir höf- undur um nafngreindar erlendar borgir (Sarajevo, Prag, Nanterre og Barcelona) en einnig um hugarborgir af ýmsu tagi. Þessi hluti minnir á síðasta kafla Kúaskíts og norðurljósa sem kallast „Ferða-lög“. 1 ljóðunum kallast innra líf ljóðmæland- ans á við hina ytri lýsingu á borgum með mikla sögu, fortíð og brostna drauma í farteskinu. Þessi ljóð eru á margan hátt margræðari og torráðnari en þau sem á undan koma og þurfa nákvæmari lestur svo merkingarheimar þeirra Ijúkist upp. Hér er ofið saman á áhrifaríkan hátt minningum, tilfinningum, mannlífs- myndum og umhverfi og útkoman er oft á tíðum snilldarleg. Hugástir er ffábær ljóðabók, rökrétt framhald fýrri ljóðabóka Steinunnar sem heldur sífellt áfram að fága og hnit- miða ljóðmálið. Sérstaka athygli vekur markviss bygging ljóðanna og innra samhengi þeirra. Steinunn hefur afar góð tök á hrynjandi sem kemur gleggst í ljós þegar ljóðin eru lesin upphátt - sem ég mæli með að lesendur geri. Soffía Auður Birgisdóttir Særðar en sterkar Kular af degi. Kristín Marja Baldursdóttir Mál og menning 1999 „... ég les ekki bull í fólki.“ Þessa af- dráttarlausu yfirlýsingu gefur aðalsögu- hetja síðustu skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Kular af degi. Kvenhetjan sem tekur svona sterklega til orða heitir Þórsteina Þórsdóttir og hún hefur valið sér ákveðin hlutskipti í lífinu. Annars vegar að starfa sem grunnskólakennari, hins vegar að vera einhleyp. Þegar þetta tvennt mætist skal engan undra þótt út- koman verði annars vegar kostuleg og átakasöm og hins vegar hádramatísk. Jafhvel þótt höfundur kryddi sögu sína ýmsum fýndnum tilsvörum og uppá- komum. Því undir öllum húmornum, sem Kristín Marja hefur ffá upphafi rit- höfundarferils síns beitt sem sterkasta stílvopni sínu, býr heilmikil alvara og sársauki. Þórsteina er stórglæsileg kona á miðj- um aldri, alltaf tipp topp í tauinu og læt- ur hvorki fullorðna né börn slá sig út af laginu, síst af öllu krakka „villingana" sem hún kennir. Hún nýtir sér pottþéttar kennsluaðferðir sem henni reyndari kennari kenndi henni að beita 20 árum fyrr. I þeim leiðbeiningum felst að láta krakkana púla miskunnarlaust án nokk- urrar undanlátssemi: Þú hækkar aldrei röddina, sagði hún. Talar lágt og ógnandi og gerir enda- lausar kröfur. Heimtar að þau geri vinnubók og lækkar þau í vetrarein- kunn ef eitt blað vantar. Þegar þeim hefur skilist hvað klukkan slær get- urðu slakað á og látið hæfileika þeirra njóta sín. En mundu, aldrei að gefa gramm eftir. ( Bls. 10) Þessum tilmælum hefur Þórsteina fylgt og er fýrir vikið farsæll kennari en ekki að sama skapi vinsæll! En það er algjört aukaatriði því Þórsteinu er alveg sama um hvað öðrum finnst - a.m.k. á yfir- borðinu. Umgjörð lífs hennar er skot- held, hvort sem viðkemur vinnu, einkalífi eða vinum, og það versta sem getur hent hana er að missa stjórn, ekki síst á eigin tilfinningum. Þess vegna les hún... „ekki bull í fólki“. Hún les bækur 142 malogmenning.is TMM 2000:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.