Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 146

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 146
RITDÓMAR tíminn spanni mörg ár en einmitt þessa helgi hugleiðir Þórsteina og riíjar upp líf sitt síðustu árin. Sem dæmi um einsemd hennar eru dagdraumarnir. Með reglu- legu millibili spinnur hún upp viðtöl og minningarræður þar sem hennar per- sóna, og að sjálfsögðu einstakir hæfileik- ar, eru í forgrunni. í þessum ímynduðu viðtölum skemmtir hún sér á annarra kostnað oggerirtvennt um leið, afhjúpar leiðindi hversdagsins og eigin einangr- un. Sá eini sem sýnir Þórsteinu verulega athygli, og reyndar óþolandi athygli, er Stígur. Hann er nágranni hennar, sérvitr- ingur sem er með nefið ofan í hvers manns koppi og getur gert heilvita mann vitlausan á hálfum degi. Þórsteina tekur sérvisku hans og uppáþrengjandi fram- komu af stökustu „ró“ allt þar til líf henn- ar tekur á sig óvænta mynd sem knýr þessa settlegu konu að lokum til ófýrirsjá- anlegra og glæpsamlegra aðgerða. En þá þarf hún á öllu sínu viljaþreki að halda, einkum og sér í lagi í tengslum við Stíg. Kular af degi er þriðja skáldsaga Krist- ínar Marju en hún hefur þegar getið sér gott orð fýrir að skrifa sögur sem koma lesanda á óvart. Hún hefur náð þeirri tækni að halda lesanda í spennu bækur sínar út í gegn og slær hann síðan út með óvæntum endalokum. I Kular af degi gerir hún það með miklum glæsibrag. Strax á fyrstu síðum sjáum við að eitt- hvað mikið er að angra þessa heilsteyptu og ákveðnu konu en þrátt fýrir ýmsar vísbendingar er lesandi ráðþrota allt til loka. Slíkur frásagnarmáti er viss kúnst, enda ekki öllum gefið að skrifa spennu- sögur sem ganga upp. Þ.e.a.s. spennu- sögur sem halda lesanda í járnum þar til yfir lýkur. En það tekst Kristínu með bravúr. Ekki spilla fýrir hæðnislegar hugleiðingar og orðaleikir sem krydda söguna og létta geð lesanda um leið. Þórsteina minnir reyndar töluvert á Öldu úr Tímaþjófi Steinunnar Sigurðar- dóttur: Alda og Þórsteina eru báðar heimskonur með umgjörðina á hreinu og fyndin tilsvör á reiðum höndum ef svo ber undir. Þær kenna til að hafa eitt- hvað ákveðið fyrir stafhi en peninga- áhyggjur eru víðs ijarri. Þær lifa báðar og hrærast í merkjavörum og það að vera inni í sjónmáli karla skiptir þær báðar miklu máli. En efnistök þessara tveggja rithöfunda eru hins vegar það ólík að samanburðurinn nær vart lengra. Stein- unn skrifar ljóðræna ástarsögu með harmrænum endi sem túlka má sem svo að söguhetjan tapi og gefist upp, en Kristín skrifar spennu- og ádeilusögu þar sem söguhetjan lifir af. Það er hins vegar álitamál, hvor þessara tveggja per- sóna hlýtur hamingjuna! Báðar eða hvorug? Fleiri þekktir höfundar „ganga aftur“ með gamalkunna orðaleiki sína og má þar til dæmis nefna Þórarin Eldjárn og Auði Haralds sem skýtur forvitnar nágrannakonur í kaf með hárbeittri íróníu. Eina vísun má greina en hún minnir glettilega á aðfinnslur úr Alþýðu- bók Halldórs Laxness. Það er þegar Þór- steina býður Stíg, einu sinni sem offar, að gæða sér á kræsingum á heimsmæli- kvarða: (Hann) ... Skóflaði í sig kæfunni og slaffaði í sig súpunni. Ég hélt samt ró minni. Mér þykir ekki ástæða til að ávíta Stíg fyrir borðsiðina meðan hálf þjóðin kann ekki að halda á hnífi og gaffii. (Bls.16) Þessa efnisgrein má jafnff amt túlka sem ádeilu á nútímamanninn sem leyfir sér ekki lengur að lifa og njóta í hraða nútímans. Munurinn á exótísku lostæti eða frönskum kartöflum sem matreidd- ar eru á 5 mínútum er enginn. Það eina 144 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.