Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 147

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 147
RITDÓMAR sem skiptir máli er að vera nógu snöggur tO að komast sem fyrst til brýnni verk- efna - sem eru þegar allt kemur til alls ekki svo afar brýn! Kular af degi er uppfull af hugleiðing- um af þessu tagi, hvort sem þær snúa að þeim fullorðnu eða börnunum sem erfa eiga landið, og í stuttum en ísmeygileg- um athugasemdum búa margræðar spurningar. Er lausn æ flóknari tilveru sú að halda í gamlar hefðir og fara sér hægt jafhvel þótt það kosti ýmsar fórnir, sbr. líf Þórsteinu, eða eigum við að halda áfram eins og aparnir sem halda fýrir augu, eyru og munn, og láta okkur fátt um finnast? Hér er sagt frá eins og Kular af degi sé ádeilusaga í anda hins gamla nýraunsæis en þann merkimiða fær sagan síst af öllu - með allri virðingu fyrir ódulinni og beinni ádeilu. Kristín Marja er hins vegar höfundur sem er þeim hæfileikum gæddur að stinga á ýmsum kýlum sam- félagsins án prédikana. Hún notar hið háskalega og sterka vopn íróníuna á svo snjallan og lúmskan hátt að lesandinn getur vart annað en kafað undir yfirborð textans og meðtekið háskann sem felst í að bregða sér í gervi apans. Þórsteina ger- ir það um langa hríð en aðeins til að vernda eigið sjálf, allt þar til henni mis- líkar svo að hún býður sjálfri sér og öll- um heiminum birginn. 1 þessari knöppu skáldsögu skorar Kristín Marja einamanaleikann, háska samfélagsins, tilfinningaleysi og fjarlægð manns og manns á hólm á smellinn en um leið umhugsunarverðan máta. Hið sama gerir hún einnig í fyrri skáldsögun- um tveimur, Mávahlátri og í Húsi úr húsi. I þeim skáldsögum er líka að finna kvenpersónur sem hafa ekki alveg fundið samastað sinn í tilverunni en standa samt sem áður, í vissum skilningi, uppi sem sigurvegarar í lok sagnanna. Það að vera kona í nútímaþjóðfélagi krefst annars konar fórna en karlarnir færa og tekur meira á vegna aldagamalla hefða. Kvenpersónur Kristínar Marju bera keim af þessari samkvenlegu reynslu og þær taka á sig alls kyns auka- álag sem fýlgir samfélagi við karla en sú samsuða gerir þær aðeins sterkari. Þær bogna en brotna ekki, sigla út úr sögun- um og bera höfuð og herðar yfir alla aðra, særðar en sterkar og fullfærar um að takast á við lífið upp á eigin spýtur. Því fylgir að vísu einmanaleiki, en er maðurinn ekki alltaf einn? Sigríður Albertsdóttir Kvótinn í Álfheimum Árni Bergmann: Sœgreifi deyr. Skáldsaga. Mál og menning 1999.200 bls. Viðfangsefhi Árna Bergmann í síðustu skáldsögu hans, Sægreifi deyr, er í raun- inni hvorttveggja í senn nýstárlegt og gamalkunnugt. Nýstárlegt að því leyti að baksvið atburða sögunnar er tekið beint úr veruleika og umræðu dagsins, nefni- lega sú staða sem kvótakerfið hefur skap- að í sjávarplássum landsins og umræðan um kerfið sem mjög hefur ágerst hin síð- ari misseri. Gamalkunnugt að því leyti að grunnmynstur í persónusköpun og fjölskylduaðstæðum aðalpersónanna eru vel þekktar íslenskar nútíma goðsagnir. í Álfheimum I upphafi sögunnar er sögusviðið ramm- að af með goðsögulegum víddum. Stór bær / lítil borg á Norðurlandi (vestan- verðu) stendur í skjóli mikils hamars sem gengur fram í sjóinn eins og rismikill reður sem skýlir fyrir norðanáttinni þar sem hann gengur f mót klettahring handan flóans, fornum eldgíg sem mjókkar inn að miðju eins og trekt. Hér TMM 2000:4 malogmenning.is 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.