Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 148

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 148
RITDÓMAR birtast í náttútunni eldforn frjósemis- frumtákn og alls ekkert er verið að dylja það því þarna eru örnefnin Þórshamar og Freyjusæti. Goðmögnin magna upp tilveru staðarins sem kallaður er Álf- heimar og gera mannlíf þar að ýmsu leyti sérstakt þó fólk sé þar eins og fólk er flest að því undanteknu að margir eru með óvenjulega stórar tær vegna fjallaklifurs forfeðranna um aldir. Þetta goðmagnaða umhverfi er mjög virkt í frásögninni og kemur eins og stef fyrir aftur og aftur í nýju og nýju samhengi og setur skemmtilegan blæ á textann. Borgina Álfheima er ekki hægt að finna á landakortinu þó hún sé næst- stærsta borg landsins. Af lýsingum sög- unnar má draga þá ályktun að borgin liggi um það bil þar sem Húnaflói er og sé að stærð mitt á milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Saga plássins er dæmigerð fyrir íslenska þéttbýlisstaði, bær sem verður til og byggist hratt upp í byrjun aldarinnar á sjávarútvegi vegna góðra hafnarskilyrða. Eitt fyrirtæki verður allsráðandi í at- vinnulífi staðarins, í einkaeigu athafna- jaxlsins sem hóf ferilinn með tvær hendur tómar. Með þessari aðferð, að skapa algerlega nýtt samfélag sem sögu- svið, fær höfundurinn frelsi til þess að draga saman í hnotskurn marga dæmi- gerða þætti sem einkenna íslenskt sjávar- pláss í nútíð og fortíð án þess að lesandinn truflist að ráði af vangaveltum um hugsanlegar fyrirmyndir. Glingrað í dalakofa Það kemur engum á óvart að Árni Berg- mann skrifi lipran og lifandi texta. 1 fyrri skáldsögum sínum hefíir hann sýnt að hann hefur gott vald á fjölbreytilegum stílblæ allt frá reyfarastílnum á Með kveðju frá Dublin til sagnastílsins í Þor- valdi víðförla. Hér bregður hann víða á leik og beitir fyrir sig málfari úr þjóð- félagsumræðunni og yddar á það íronískan brodd, svo sem þegar sjávarút- vegsmál eða fyrirtækjarekstur eru til um- ræðu, eins og vikið verður að síðar. Skemmtilegast er þó hvernig hann beitir vísanatækni, tekur texta eða textabrot sem þekkt eru annar staðar frá og fellir þau inn í sinn eigin texta. Ekki er nein sérstök regla á því hvaðan sótt er en það bregður fyrir orðum allt frá ljóðum góð- skáldanna, dægurlagatextum, fornum kveðskap, auglýsingum og yfir í sjálfa Biblíuna. Á einum stað segir um elskendur að hún leggi „að honum höndina með léttu glingri..." (bls 44) og um elskhugann í sama dæmi segir „ ... að hann hefði upp á eigin spýtur fundið upp sjálfan guðdóminn í faðm- lagi þeirra og vildi ekki annan guð hafa." (bls. 45) Um aðra fremur jarðbundna persónu „ ... hún mátti gleyma sér smá- stund, byggja sinn dalakofa í lyngholti þar sem enginn vissi af þeim,..." (bls. 66). Og um Karlinn, drangann sem stend- ur framundan Þórshamrinum, segir „þennan karga öldubrjót sem enn stóð af sér lamstur veðra." (bls. 72). Vísanirnar koma oft skemmtilega á óvart og gæða textann vídd sem mjög eykur á ánægju lesandans við lesturinn. Kœrleiksheimilið Aðalpersónur sögunnar eru Ólafur Björnsson útgerðarmaður, börn hans þrjú, Björn, Sigrún og Gunnar, fram- kvæmdastjórinn Ársæll og ráðskonan Rakel. Ólafur er þessi dæmigerði jaxl sem hefur sína útgerð á árabátum með tvær hendur tómar, harðsækinn og fengsæll, og byggir upp í áranna rás stórfyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu sem er kjarninn í atvinnulífi ört vaxandi bæjarfélags. Nú ræður fyrirtækið yfir togurum, nóta- 146 m a 1 o g m e n n i n g. i s TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.