Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 152

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 152
RITDÓMAR fylgir síða með landakorti yfir landshlut- ana og hvar þá er að finna í bókinni. Að endingu fylgir þróunarsaga Reykjavíkur á nokkrum blaðsíðum, prýdd lidum grafískum kortum sem lýsa þróun byggðarinnar á Seltjarnarnesinu frá því Ingólfur Arnarson kom þangað fyrst og settist þar að, þar til nú að Nesið dugar ekki lengur undir allan fjöldann sem býr í Reykjavík og byggðin er farin að flæða um holt og hæðir, víkur og voga. í bókarlok eru orðskýringar eða glósur yfir þau fræðiheiti og stefhur sem fyrir koma í ritinu, auk heimildaskrár, mynda- skrár, staðanafnaskrár, mannanafnaskrár og byggingaskrár. Þessi upptalning sýnir vel hve mjög er vandað til allra þátta Leið- arvísisins um arkitektúr á Islandi. Ekkert virðist til sparað til að gera bókina sem gagnlegasta fyrir lesendur. íslensk þýðing Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur er lipur og læsileg og sama máli gegnir um enska þýðingu önnu Yates. Hvað varðar bók Arkitektafélagsins þá er inngangur Dennis Jóhannessonar og Málfríðar Kristjánsdóttur, „Ágrip ís- lenskrar byggingarsögu", ágætt og lipurt yfirlit yfir þróun íslenskrar húsagerðar. Hann er að vísu almennari en „Islensk byggingarlistasaga" í Leiðarvísi Birgit Abrecht og skortir þar með ákveðnar upp- lýsingar sem gjarnan hefðu mátt koma fram í jafnviðamikilli úttekt. Þannig sakn- ar lesandinn óhjákvæmilega skýringa- mynda þótt ritgerðin sé vissulega prýdd mjög vel völdum smámyndum af íslenskri byggingalist frá elstu tíð til okkar daga. Höfundar ágripsins í bók Arkitektafé- lagsins láta hjá líða að geta mætra manna á borð við Guðlaug Sveinsson prófast, en árið 1791 birtust eftir hann tillögur að nýrri gerð bæja í Riti Lærdómslistafélags- ins og áttu þær drjúgan þátt í samræm- ingu útlits og húsaskipunar sunnlenskra bæja á 19. öld. Skúli Magnússon er heldur ekki nefhdur fyrr en í ágripi Nikulásar Úlfars Mássonar að byggðarþróun Reykjavíkur, en Skúli var sennilega fyrst- ur manna til að varpa fram þeirri hug- mynd að reist yrðu steinhús á íslandi og var það ekki bundið við Reykjavík og ná- grenni eins og dæmin um Hóladóm- kirkju og Landakirkju í Vestmannaeyjum sanna. Þá hefði að ósekju mátt geta Helga Helgasonar smiðs og tónlistarmanns en hann átti heiðurinn af þeim klassíska stíl sem nýlega birtist okkur í sinni fegurstu mynd í Kvennaskóla Þóru Melsteð í Thorvaldsensstræti 2. Hússins er getið í ágripinu án þess að höfundurinn sé nefndur. Það kemur þó ekki að sök fyrir ritið því þessarar nýupp- gerðu perlu og höfundar hennar eru gerð verðug skil í sjálfri umfjölluninni um einstakar byggingar. Þáttur Nikulásar Úlfars Mássonar „Ágrip byggðarþróunar í Reykjavík" er prýðilegur og gefur bók Arkitektafélags- ins þann þunga sem hæfir jafhvandaðri úttekt á íslenskri húsagerðarlist og borg- arskipulagi. Kortin og myndirnar sem fylgja rit- gerðinni og ítarlegir textarnir undir þeim auka enn frekar ágæti yfirlitsins. Þá eru skrárnar aftast í bók Arkitektafélags- ins bæði vandaðar og vel skipulagðar. Reyndar má segja að ritið sé öðru fremur helgað höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er fjallað um 173 byggingar á móti 58 bygg- ingum annars staðar á landinu. Til sam- anburðar skiptist bók Abrecht nánast til helminga hvað varðar umfjöllun um höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. En hvernig skyldi svo hafa tekist til með lungann úr bókunum, sjálft yfirlitið yfir byggingarnar? Á meðan bók Abrecht hefur að geyma umfjöllun um 150 bygg- ingar eru þær 232 í bók Arkitektafélags- ins. Þá er töluverður munur á myndefninu og uppsetningu þess. Guð- mundur Ingólfsson ljósmyndari var 150 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.