Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 153

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 153
RITDÓMAR fenginn til að taka allar myndirnar í bók Arkitektafélagsins þannig að einstakt samræmi næst frá einni síðu til annarrar. Þá eru myndirnar að jafnaði helmingi stærri í bók Arkitektafélagsins en í Leið- arvísi Abrecht. Hins vegar fylgir oftast ein mynd hverri umfjöllun og gjarnan er sú mynd af framhlið viðkomandi húss. Birgit Abrecht hefur hins vegar tekið flestar myndirnar í sinni bók sjálf, þó svo að um tugur sé eftir áðurnefndan Guð- mund Ingólfsson og tíu aðrir hafi tekið einstakar myndir. Vegna þrítyngds text- ans nær umfjöllunin um flestar bygging- arnar yfir heila opnu og gefur það höf- undinum kost á að hafa nokkrar myndir af hverri byggingu, auk grunnteikningar. Þannig er húsið gjarnan sýnt bæði að utan og innan og fæst af því heillegri mynd, þó svo að myndirnar í bók Abrecht séu minni en í riti Arkitektafélagsins. Textana skrifar höfundurinn sjálfur og eru þeir ágætíega samdir, nákvæmir og lýsa prýðilegu innsæi Abrecht og einlæg- um áhuga hennar á íslenskri byggingalist. Hún virðist hafa lagt á sig ómælda vinnu til að kynna sér sögu bygginganna og mikilvægi þeirra fyrir íslenska húsagerð- arlist. Sigríður Ólafsdóttir á hins vegar heiðurinn af textagerðinni í bók Arki- tektafélagsins, en ásamt Hjörleifi Stefáns- syni, sem samið hefur textana við hús í varðveislu Þjóðminjasafnsins, og Málffíði Kristjánsdóttur, sem kemur ásamt Sigríði að húsum á landsbyggðinni, tekst henni að lýsa sérkennum húsanna með látleysi og innsæi svo lesandinn fær greinargóða mynd af byggingu og gildi hennar. Textar Hjörleifs eru einnig mjög greinargóðir og vandaðir. Þeir gefa lesandanum fýllta og skýra mynd af mikilvægi þeirra húsa sem vernduð eru, efniviði þeirra og stíl, og breytingum gegnum tíðina ef einhverjar hafa orðið. Þegar öll kurl koma til grafar er erfitt að gera upp á milli ritanna tveggja, svo ólík eru þau að allri gerð. Þó fjalla þau í fjölmörgum tilvikum um sama efhi og sömu byggingar. Vegna brotsins býst ég samt við að bók Arkitektafélagsins eigi eftir að dvelja oftar á nátt- eða sófaborð- inu. Hún er ffábær inngangur að hjörtum þeirra sem eru að uppgötva leyndardóma íslenskrar húsagerðar og vilja kynna sér hvað höfuðborgarsvæðið og landsbyggð- in hefur að geyma í þeim efhum. Látlaust og klárt umbrotið og skýrar ljósmyndirn- ar af byggingunum eiga eftir að fleyta bókinni langt. Hafi menn ekki þegar hrif- ist af þeim byggingum sem hún hefur að geyma munu myndir Guðmundar Ing- ólfssonar örugglega gera gæfumuninn. Það er grunur minn að bók Arkitektafé- lagsins muni verða íslendingum nær og fjær gefandi uppflettibók sem opni augu þeirra fýrir vanmetinni auðlegð. Leiðarvísir Birgit Abrecht á hins vegar eftir að njóta ómældra vinsælda meðal er- lendra ferðamanna sem vilja kynna sér nánar þessa hlið mála. Til mikils er að vinna því flestir túristar sem hingað koma reka upp stór augu yfir ljótíeik og skipu- lagsleysi íslenskra byggða. Vonandi á bók Abrecht eftir að breyta einhverju um af- stöðu þeirra. Þá er þetta kjörin bók í ferðalagið, hentug í hanskahólfið eða á mælaborðið, og afbragðsgott uppflettirit þegar ekið er fram á kirkjur og aðrar merkar byggingar sem ferðalangurinn hefur ekki enn kynnt sér. Hér er ekki síður verk að vinna því skeytingarleysi okkar gagnvart menningarlegum verðmætum er annað sem vekur furðu útlendinga sem hingað koma. Fæstir íslendingar hafa nennt að staldra við þær gersemar sem við eigum þó um allt land og felast ekki síst í undurfögrum sveitakirkjum sem févana sóknir hafa séð sér sóma að hlú að með ráðum og dáð. Leiðarvísir Abrecht er kjörið vopn gegn sinnuleysi okkar gagn- vart eigin byggingalist. Halldór Björn Runólfsson TMM 2000:4 malogmenning.is 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.