Ský - 01.02.2007, Qupperneq 15

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 15
 ský 15 greip til aðgerða. Í febrúar 1978 var gengið fellt og til framkvæmda komu efnahagsráðstafanir og lög þar sem meðal annars verðbætur á laun voru skertar um helming. Verkalýðshreyfingin brást illa við og greip til skyndiverkfalla og margskonar skæruhernaðar en meiru skipti en aðgerðir verkalýðssamtakanna „ ... var þó það andrúmsloft andúðar og lítilsvirðingar á ríkisstjórninni sem lögin framkölluðu,“ segir Guðmundur Magnússon í bókinni Frá kreppu til þjóðarsáttar, sögu Vinnu- veitendasambands Íslands. Því fór svo að stjórnvöld milduðu aðgerðir þegar komið var fram í maí en þá var skaðinn skeður. Komið var að borgarstjórna rkosningunum sem segja má að öðru fremur hafi snúist um efnahagsmál. Fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn sem ekki hafði gerst áður og var það sjálfstæðismönnum að sönnu geysilegt áfall. Í alþingiskosningum mánuði síðar urðu niðurstöðurnar á svipaða lund, vinstri flokkarnir unnu stórsigur meðal annars út á slagorðin Samningana í gildi og Kjósum ekki kaupránsflokkana. Rafmagnað andrúmsloft Mikil einföldun væri að halda því fram að úrslitin í kosningunum tvennum vorið 1978 hefðu aðeins ráðist af efnahagsmálum og þeim verðbólguráðstöfunum sem gripið var til. Þannig er óhætt að segja að á árunum frá 1975 og fram undir 1980 hafi ríkt býsna sérstakt og rafmagnað andrúmsloft í þjóðfélaginu, þar sem stjórnvöld voru sökuð um að hafa óhreint mél í pokahorninu. Í harkalegri samkeppni síðdegisblaðanna Vísis og Dagblaðsins var sá málflutningur magnaður upp, ekki síst af Vilmundi Gylfa- syni sem á þessum tíma var rísandi stjarna innan Alþýðuflokksins, öflugur þjóðfélags- rýnir og pistlahöfundur. Þannig hafði Vilmundur stór orð um bruðl með opinbert fé við byggingu Kröflustöðvar og beindi spjótum sínum af hörku gegn Jóni G. Sólnes, formanni Kröflunefndar. Þá deildi Vil- mundur hart á stjórnvöld fyrir hvernig haldið var á stjórn Geirfinnsmálsins svo nefnda og var Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra miðdepill þeirrar gagnrýni. Vík á milli vina Gagnrýni Vilmundar gerði það að verkum að vík var á milli vina eftir kosningarnar 1978. Þá var alls óljóst hvaða stjórnarmynstur væri í spilunum þegar Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins hóf að þreifa fyrir sér með myndun ríkisstjórnar í júlí 1978. Hann byrjaði á að kanna möguleika á einskonar „nýsköpunarstjórn“ með Sjálfstæðis- og Alþýðubandalagi, en í síðarnefnda flokknum voru menn svo mótfallnir slíkum viðræðum og yfirleitt öllu samkrulli við Sjálfstæðisflokkinn að þeir mættu aldrei til fundar. Þegar komið var fram í ágúst fékk Geir Hallgrímsson umboð forseta til stjórnarmyndunar og kannaði meðal annars hvort hægt væri að mynda þjóðstjórn allra flokka. Hvorki sú leið né aðrar gengu upp og þegar komið var fram í miðjan mánuðinn hóf Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins að reyna fyrir sér með myndun ríkisstjórnar A-flokkanna og Framsóknarflokksins. Þá voru stóru orðin fyrir kosningar farin að fyrnast og það setti óneitanlega pressu á menn þegar fregnaðist að forseti Íslands, Kristján Eldjárn, hefði allt eins í hyggju að skipa utanþingsstjórn. Því fór kapallinn í viðræðum flokkanna skyndilega að rekja sig. Þar strandaði hins vegar á að því að kratar neituðu að styðja Lúðvík í embætti forsætisráðherra og Alþýðubandalagsmenn neituðu að styðja Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokks- ins, í forsætisráðuneytið. Með pálmann í höndunum „Afleiðingarnar voru augljósar. Skyndilega stóðum við framsóknarmenn og Ólafur Jóhannesson með pálmann í höndunum eftir stærsta kosningaósigur í sögu flokksins. Ekki veit ég fyrir víst hvort Ólafur sá þessa atburðarás fyrir á lokaspretti stjórnarmyndu narviðræðnanna. Með árunum hef ég þó sannfærst um að svo hafi verið,“ segir Steingrímur Hermannsson í ævisögu sinni, en hann varð ráðherra landbúnaðar og dóms- og kirkjumálaráðherra í ríkisstjórninni sem tók við völdum 1. september 1978. Með því að gera Steingrím að ráðherra dómsmála og Tómas Árnason að fjármála- ráðherra má segja að framsóknarmenn hafi goldið Alþýðuflokknum rauðan belg fyrir gráan. Þannig höfðu kratar fyrir kosningar haft uppi stór orð um uppstokkun í dómskerfinu og eins í skattamálum. Fyrirheit um slíkt náðu hins vegar aldrei inn í starfssáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem ráðherrar flokksins sinntu utanríkis-, sjávarútvegs-, félagsmála- og heilbrigðis- ráðuneytum. Á siðferðilegum sandi „Stjórn sem afhendir framsóknarmönnum dómsmálaráðuneytið og þar sem umbætur til dæmis í skattsvikamálum hafa verið strikaðar út úr samstarfsyfirlýsingu á síðustu stundu er byggð á siðferðilegum sandi,“ Vilmundur Gylfason og Ólafur Ragnar Grímsson ræða saman á Alþingi árið 1979. Þeir studdu báðir ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar þangað til Alþýðuflokkurinn ákvað að slíta samstarfinu. Stjórnmál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.