Ský - 01.02.2007, Page 18

Ský - 01.02.2007, Page 18
 18 ský Stutt og laggott Hljómsveitin Brain Police hélt sína fyrstu tónleika þann 12. nóvember 1998 og síðan þá hefur sveitin tekið ýmsum breytingum, þá helst mannabreytingum, en það sem breyttist ekki var að spila gott rokk fyrir áheyrendur sína. Jónbi trommuleikari segir dagsetninguna reyndar hafa upphaflega komið til þegar hljómsveitin hafði æft í þrjá mánuði og þann 12. nóvember 1998 hélt Jónbi einmitt upp á 22ja ára afmælið sitt og því var dagurinn valinn til að hefja spilamennsku. Tæpum níu árum síðar er hljómsveitin enn að og heldur meira að segja enn tryggð við þennan nóvemberdag því félagarnir reyna yfirleitt að halda afmælistónleika þá, a.m.k. annað hvert ár. En hverjir eru Brain Police og hvert stefnir sveitin? Texti: Lízella Myndir: Geir Ólafsson og úr einkasafni Myndatexti. JARÐBUNDNIR OG SKEMMTILEGIR ROKKARAR Ský yfirheyrir meðlimi Brain Police Hör›ur Stefánsson (Höddi), spilar á bassa, Búi Bentsson, spilar á gítar, Jón Björn Ríkhar›sson (Jónbi), trommari, og Jens Ólafsson (Jenni), söngvari.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.