Ský - 01.02.2007, Page 22

Ský - 01.02.2007, Page 22
 22 ský Stutt og laggott MORÐ, KULDI OG SPENNUDRAMA Kvikmyndin Köld slóð er sakamálasaga með blaðamanninn Baldur í aðalhlutverki sem svífst einskis til að komast að sannleikanum. Texti: Erla Gunnarsdóttir Myndir: †msir Köld slóð hefst á því að öryggisvörður finnst látinn í einangraðri virkjun á hálendi Íslands. Fyrst virðist vera um slys að ræða og Baldur hefur því lítinn áhuga á fréttinni. Það breytist þó snarlega þegar móðir hans segir honum að látni maðurinn sé faðir hans sem hann aldrei kynntist. Nú er forvitni Baldurs fyrir alvöru vakin og hann ákveður að komast á snoðir um hvað raunverulega leynist í klakaböndunum á þessum afvikna stað. Baldur heldur upp á hálendið og tekur við starfi af þeim látna sem nýr öryggisvörður. Fljótlega eftir komuna í virkjunina kemst hann að raun um að ekkert er sem sýnist. Baldur kemst á snoðir um að á staðnum fer fram ábatasöm en ólögleg hliðarbúgrein. Koma Baldurs og forvitni setur allt í hættu. En ekki nóg með það. Baldur, sem er rannsóknablaðamaður af Guðs náð, grefur fljótlega upp gamalt glæpamál og setur þar með líf sitt fyrir alvöru í hættu. Þá hefst mikill spennukafli í myndinni sem endar á óvæntan hátt.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.