Ský - 01.02.2007, Síða 26

Ský - 01.02.2007, Síða 26
 26 ský Stutt og laggott Skerpa, stofnuð: 1989 Fjöldi starfsmanna: 4 Snúningar á dag: 7200 Kaffitími: 15 mín. Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 35 93 4 01 /0 7 Landsbankinn hefur á að skipa um 150 sérhæfðum starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og trausta fjármálaráðgjöf. Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma stuðlum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu viðskiptalífi á Íslandi. Landsbankinn er með víðtækasta útibúanet á landinu. Það tryggir viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Minni og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku viðskiptalífi Allt ferlið í kringum myndina var mjög ánægjulegt. Við byrjuðum snemma að lesa öll saman og í rauninni nokkrum mánuðum áður en tökur hófust sem er ekki algengt. Síðan unnum við, kjarni leikaranna, í nokkrar vikur að handritinu ásamt Birni leikstjóra og fleirum sem að myndinni unnu og komum okkur vel inn í hlutina, sem skilaði sér vel,“ segir Helgi. Frá Otkeli til Karls Helgi er einn fjögurra aðalleikara í myndinni og leikur Karl, sem er alíslensk persóna sem hefur starfað í virkjuninni þar sem aðalsögusvið myndarinnar er, í nokkurn tíma. „Það er best að spyrja leikstjórann að því af hverju ég varð fyrir valinu sem einn af leikurum í myndinni. Ég geri ráð fyrir að Birni hafi fundist ég passa í hlutverkið og að ég sé afspyrnu góður leikari,“ segir Helgi og hlær við. „Það getur líka komið til af því að ég lék í Njálssögu árið 2005 sem Björn leikstýrði en þar áttum við mjög gott samstarf. Í þættinum í Njálssögu sem ég lék í var ég Otkell en hann fjallar um samskipti hans og Gunnars á Hlíðarenda. Otkell var ríkur maður og leiðinlegur við Gunnar. Hann neitaði að lána honum mat og vistir en á endanum drap Gunnar Otkel ásamt mörgum fleirum,“ útskýrir Helgi, um fyrra samstarf sitt og Björns og þátt sinn í Njálssögu. Margt á döfinni Helga leist í upphafi vel á þá persónu sem hann lék í Kaldri slóð og er mjög ánægður með útkomuna. Segir vinnuna hafa verið vel þess virði. „Það er alltaf ákveðið krefjandi að leika í kvikmyndum en þetta var góður hópur MARGT Á DÖFINNI Helgi Björnsson er nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann mun brátt seðja hungraða leikhúsgesti í Berlínarborg með fjölbreyttum sýningum í leikhúsinu Admiralspalast. Honum fannst afar ánægjulegt að taka þátt í kvikmyndinni Kaldri slóð en þetta var frumraun hans í spennumyndaleik. Nafn: Helgi Björnsson Stjörnumerki: Krabbi. Hjúskaparstaða: Giftur Vilborgu Halldórsdóttur. Börn: Þrjú. Áhugamál: Hestamennska. Uppáhaldsleikari: Jón Sigurbjörnsson. Mottó: Að brosa oft og mikið og hafa gaman af lífinu.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.