Ský - 01.02.2007, Side 35

Ský - 01.02.2007, Side 35
 ský 35 &Guðrún Jóhannsdóttir nær árangri með sverðið:STYRKUR OG SNERPA SKYLMINGAKONU! Guðrún Jóhannsdóttir, skylmingakona í Skylmingafélagi Reykjavíkur, hefur stundað íþrótt sína í 15 ár og náð glæstum árangri á þeim tíma. Hún er á afreksmannastyrk hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og er búsett í Kanada þar sem hún einbeitir sér að því að verða enn betri skylmingakona. Guðrúnu hefur gengið vel á mótum í Kanada og hefur meðal annars unnið Quebec-meistaratitla og Austur-Kanadameistaratitla. Nýlega lenti Guðrún svo í öðru sæti á Kanadameistara- móti sem hún vakti mikla athygli fyrir. „Á síðasta ári fékk ég styrk frá ÍSÍ og gat einbeitt mér betur að skylmingunum í kjölfarið. Ég fór á nokkur heimsbikarmót og hefur árangurinn verið nokkuð jafn en ég var til dæmis þrisvar sinnum á meðal 40 efstu m.a. í Las Vegas sem er eitt sterkasta og fjölmennasta mót í heimi. Á síðasta heimsmeistaramóti í Tórínó í október varð ég í 45. sæti. Eftir ágætan fyrri keppnisdag var ég slegin úr leik af franskri stúlku en þær frönsku urðu síðan heimsmeistarar í liðakeppni,“ útskýrir Guðrún og bætir jafnframt við: „Ég hef átt í örlitlum erfiðleikum með að sýna stöðugleika í leikjum á þessum stóru mótum en þar þarf að eiga tvo góða daga í röð. Það kemur vonandi með aukinni reynslu og sjálfstrausti.“ Texti: Erla Gunnarsdóttir Myndir: †msir Óvenjuleg íþrótt

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.