Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 39

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 39
 ský 39 Litli drengurinn heitir Gunnar Schweizer tinsmiður og bróðirinn, þremur árum eldri, er Helgi Schweizer, rithöfundur og heimspekingur. Móðir þeirra var Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer hjúkrunarkona sem starfaði lengi á Kleppsspítalanum. Faðir þeirra var málvísindamaðurinn Bruno Schweizer sem ferðaðist um Ísland og tók m.a. gagnmerkar myndir sem lýsa vel lifnaðarháttum Íslendinga á fjórða áratug síðustu aldar. Hlustað með andakt Sem barn hlustaði ég með andakt á söguna af þessum bræðrum sem komið höfðu með móður sinni frá Þýskalandi í stríðslok. Þorbjörg var hjúkrunarkona á Kleppi þar sem stjúpa mín vann líka svo oft var minnst á móður og syni. Svo kom að því að við Helgi hófum skólagöngu og þá lágu leiðir okkar saman þegar við vorum bekkjarsystkin um tíma í Laugarnesskólanum. En Helgi og Gunnar, móðir þeirra og faðir, sem kom til Íslands á eftir þeim, sneru til Þýskalands og hurfu að mestu úr huga mér. Í ágúst árið 2002 fór ég í ferð til Þýskalands á vegum Þýska ferðamálaráðsins. Á dagskrá ferðarinnar var heimsókn í tinmunafyrirtækið Babette Schweizer í Diessen við Ammersee í Bayern. Ekki datt mér í hug að þar ætti ég eftir að hitta bræðurna tvo, Helga og Gunnar. Blaðamennirnir gengu inn í Tinmunagerðina og Zinn-Café sem þar er líka. Við vorum kynnt fyrir Gunnari Schweizer! Þetta var svolítið undarlegt. Ég varð undrandi þegar ég heyrði að hann ætti bróðurinn Helga sem væri væntanlegur til að tala við okkur Íslendingana. Hann talaði nefnilega íslensku og væri hálfur Íslendingur, eins og auðvitað Gunnar líka, sem er ekki eins sleipur í íslenskunni lengur. Endurfundir eftir 55 ár Þarna voru komnir bræðurnir sem ég hafði fylgst með og kannast vel við 55 árum áður. Við rifjuðum upp sitthvað sem tengdist Kleppi, enda hafði ég búið þar skammt frá. Öll mundum við líka eftir Fúlutjörn sem nú er einhvers staðar týnd undir byggingunum í Sundahöfn, en þar renndu krakkar sér á Haustið 1945 lágu leiðir tveggja íslenskra kvenna saman í Suður-Þýskalandi. Önnur þeirra var Katrín Mixa sem var þá gift tónlistarmanninum Franz Mixa sem dvalist hafði hér á landi fyrir stríð. Hin var Þorbjörg Jónsdóttir, eiginkona Brunos Schweizers málvísindamanns sem einnig hafði dvalið á Íslandi áður en styrjöldin hófst. Konurnar voru komnar í flóttamannabúðir í München og þaðan átti að aðstoða þær við að komast heim til Íslands. Frá München fóru þær til Hamborgar, þaðan yfir til Danmerkur og loks til Gautaborgar. Frá Gautaborg sigldu þær áleiðis til Íslands 8. nóvember með skipinu Anne. Myndin er af Þorbjörgu og glókollinum Helga, syni hennar (t.v.), og Katrínu og Ólafi Mixa syni hennar fyrir utan flóttamannabúðirnar í München. Íslendingar í Bæjaralandi Í þessu húsi sem alltaf hefur verið í eigu Schweizerfjölskyldunnar er bæði tingerðin og kaffistaðurinn. Margbreytilegir munir úr tini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.