Ský - 01.02.2007, Síða 53

Ský - 01.02.2007, Síða 53
Stutt og laggott Magni Ásgeirsson Íslendingar misstu sig alveg yfir Magna Ásgeirssyni þegar hann tók þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Landar vorir hrifust innilega þegar myndavélin fylgdu Magna um rokkstjörnuhöllina í nú- gotneskum stíl í Los Angeles þar sem hann keppti um að leiða heldur dapurlega hljómsveit, Supernova, sem í eru útbrunnir málmrokkarar úr Guns N’ Roses, Metallicu og Mötley Crüe. Þátturinn var hrærigrautur fólks með miðlungshæfileika, göt í skrokknum, svart í kringum augun og í leðurlífstykkjum. Magni hélt sig utan við átökin og var eini rokkarinn í húsinu sem maður hefði getað hugsað sér að hitta yfir bjórglasi. Íslendingar reyndu eins og þeir gátu að nýta sér áhrif áhorfenda og héldu Magna í hópnum allt til enda. Hann vann ekki en sneri aftur til Íslands sem hetja þar sem hljómsveit hans lék fyrir fullum húsum. Brátt gleymist sagan af Magna í Hollívúdd, hluti af annálum óburðugrar íslenskrar poppmenningar, en áður en það gerist er samt einu við að bæta: Þú varst of góður fyrir þá, vinur! Salmann Tamimi Það gleymist oft að Ísland er lúterskt land en það fer örugglega ekki framhjá manni ef reynt er að fá leyfi til að byggja fyrstu mosku landsins. Salmann Tamimi er formaður Félags múslima á Íslandi. Hann hefur í sex ár reynt að fá lóð hjá Reykjavíkurborg til að byggja trúar- og menningarmiðstöð handa litlum en öflugum söfnuði múslima. Samtökin voru stofnuð 1997, meðlimirnir eru um 350 og koma nú saman til dagslegs og vikulegs bænahalds. Þótt aðrir trúarhópar eins og Ásatrúarsöfnuðurinn og rússneska rétttrúnaðarkirkjan hafi fengið lóðir bíða Tamimi og 350 trúbræður hans enn. Jónas Þorvaldsson og Adrian King 2003-2004 dvöldu þessir tveir starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar níu mánuði í Eden-herbúðunum utan við Basra þegar stríð geisaði í Írak. Bæði Jónas og King voru þarna undir danskri stjórn og aðstoðuðu við að gera sprengjur og jarðsprengjur óvirkar og „svoleiðis dót“ eins og King sagði. „Þeir kenndu búðirnar við Eden því sögur segja að þarna hafi aldingarðurinn Eden verið,“ sagði King sem er 48 ára, „en þetta var sannarlega ekkert Eden.“ Þótt Ísland hafi aldrei háð stríð þá eigum við samt hóp sérfræðinga í að gera sprengjur óvirkar. Í seinni heim- styrjöldinni lögðu bæði Þjóðverjar og Bandamenn um 500 þúsund tundurdufl í hafið kringum Ísland og deild innan Landhelgisgæslunnar hefur fengist við duflin þegar þau hefur rekið á land eða borist í veiðarfæri. En af hverju fóru Jónas og King til Íraks þegar átökin stóðu þar sem hæst? „Bara smá áskorun, finnst mér,“ segir Jónas. „Sama vinna, annar staður.“ sky , ský 53

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.