Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 58
Greftrun ungbarna
í Rómarveldi
Mynd 2 (t.v.)
Einföld gröf mynduö úr
þakskífum (Ijósm.
Noelle Soren).
Mynd 3 (t.h.)
Ungbarn greftraö á
þakskífu (Ijósm. Noelle
Soren).
var fundur ýmissa gripa. sem tengja má
svartagaldri og særingum. í gröfunum.
Gripir þessir vom hrafnaklær, froskabein,
auk beinaleifa fjórtán hvolpa sem sumir
hveijir vom hauslausir (Soren, Fenton og
Birkbv, 1995, bls. 1-6, 13).
Viö uppgröft á skólpræsi undir róm-
versku baöhúsi í Ashkelon í Palestínu sem
varð rómverskt skattland á 1. öld f. Kr.
fundust beinaleifar hundrað ungbarna
innan um msl, dýrabein og leirkersbrot
(Smitli og Kahila, 1992, bls. 668-669; sjá
mvnd 1). Aldur bamanna var greindur
meö lengdamiælingu útlimabeina, auk
rannsókna á tannmyndunarjrroska. og talið
að börnin væm öll nýburar sem heföu
látist á fýrsta eða öðmm degi eftir fæöingu
(Smitli og Avishai, 2005. bls. 1-3). Vegna
fjölda bamanna og einsleitni í aldurs-
dreifíngu var talið útilokað að bömin hefðu
fæöst andvana eða af völdum farsóttar því
þá heföi mátt búast við fjölbre>ttari aldurs-
dreifmgu. Út frá þessum niðurstöðum var
ályktað að þama hefði verið um að ræða
dráp óæskilegra ungbama (Smith og
Kaliila, 1992, bls. 669-673). DNA-greinmg
sem gerð var á beinaleifunum til kyn-
greiningar leiddi í ljós að meirihlutinn af
jDeim svnum sem gáfu árangursríka svömn
vom líkamsleifardrengja. Sú niðurstaða
að fleiri drengir en stúlkur hefðu að
líkindum verið drepnir og líkamsleifum
þeirra fleygt í skólpræsið var tengd
mögulegri starfsemi vændiskvenna í
baðhúsinu. Bömin í holræsinu heföu verið
afkvæmi vændiskvenna sem unnu sem
slíkar i baðhúsinu. Talið var líklegt að
vændiskonumar hefðu frekar alið upp
stúlkuböm en drengi þar sem væntanlega
yröi hægt að nota þær í framtíðinni sem
vændiskonur (Scott, 2001, bls. 11). Þessi
skýring er nokkuð langsótt og órökstudd.
Til dæmis er ekki stuðst við neinar
heimildir sem greina frá að í baöhúsinu
hafí verið starfrækt vændishús. Ekki er
heldur vitað hvort bömunum hafi verið
flevgt í holræsið á löngum tíma eða jafhvel
áður en baöhúsið hóf starfsemi. Það er
56