Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 20

Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 20
Borðaði kebab á aðfangadag Grínistinn Dóri DNA er vel með á nótunum í skyndibitamenn- ingu landsins og er sérfróður um kebab eftir að hafa búið í Þýskalandi. Framboð á góðum kebab hefur aukist til muna síðustu ár – ekki bara í miðbæ Reykjavíkur heldur einnig í nágrannasveitarfélögum. Við fengum Dóra til að vísa veginn um frumskóg kebabsins. Þ egar ég bjó úti í Þýskalandi var kebabstríð í bænum mín-um, Gießen. Það var maður drepinn þarna tveimur árum áður en ég kom út,“ segir Halldór Lax- ness Halldórsson, betur þekktur sem grínistinn Dóri DNA. Við fengum Dóra til að leið- beina okkur um kebabmenningu í Reykjavík og nágrannasveitar- félögum. Við hittum hann á einum af hans uppáhaldsstöðum – Alibaba við Ingólfstorg. Meðan við biðum eftir fyrsta kebabinum sagði Dóri kebabsögur. „Það eru þrjár risa kebabkeðjur í Þýskalandi og mér var sagt að það væru upprunnar í Gießen. Kebab- bransinn í Þýskalandi veltir fárán- legum upphæðum. Á einu horninu eru þessir þrír aðalstaðir og allir áttu sér sinn uppáhalds stað. Minn var City Grill.“ Hvað færðu þér hér á Alibaba? „Ég fæ mér alltaf númer 6 eða númer 8, nú fór ég í áttuna. Sexan er „the hot shit“ hérna en áttuna færðu hvergi annars staðar – það er kjúklingur og franskar í vefju. Það er drullugott og minnir mig á kebabinn sem ég borðaði í Þýska- landi.“ Hann er reyndar svo góður við- skiptavinur á Alibaba að hann borð- aði hér um síðustu jól. „Ég fór hing- að á aðfangadag. Ég var að trítla um með dóttur mína sem var eitthvað óróleg um daginn og sá að þetta var opið. Ég hugsaði með mér að ég yrði að fá mér kebab á aðfangadag og það var bara góð stemning.“ Dóri mælir með fleiri stöðum á sama svæði. Við hliðina á er Mandi þar sem hann segist stundum fá sér Falafel, grænmetisútgáfuna af ke- babnum. Skammt undan er svo Ke- babhúsið sem hefur verið rekið um árabil í Reykjavík. Dóri segist hafa prófað það aftur eftir að Reykjavík Grapevine valdi það besta kebab- staðinn og það hafi reynst góð með- mæli. Hann valdi þó að fara á Kebab Grill í Lækjargötu en þar er hægt að fá sérinnflutt djús í flösku sem smellpassar með kebabnum. Dóri pantaði sér lamba-kebab í brauði. „Djöfull er þetta gott,“ sagði okkar maður við fyrsta bitann. Stutt og laggóð umsögn. Nú var haldið af stað í nágranna- sveitarfélögin. Fyrst var rúllað í Engihjallann í Kópavogi þar sem Viking Kebab er að finna. Þar er bæði upphengd kebab-rúlla með lambakjöti og með grísakjöti. Hið síðarnefnda er kannski lýsandi fyrir austur-evrópsk áhrif í kebabheimin- um hér á landi. Dóri valdi sér grísa- kebab og fannst það forvitnilegt. Það var eitthvað gott við það... en um leið eitthvað rangt. Því næst var ferðinni heitið til Hafnarfjarðar. Dóri hefur um nokk- urt skeið haft augastað á Kebab Kings í verslunarmiðstöðinni Firði en ekki tekist að sannfæra eiginkon- una um að nauðsynlegt sé að koma þar við. Hann sá sér því leik á borði nú. Hjá Kebabkóngunum fékk grín- istinn að panta sér tvær tegundir, annars vegar Kubigeb-rúllu sem er blanda af nauta- og lambakjöti og hins vegar Djúdjé-rúllu sem er með kjúklingi. „Þetta er allt önnur pæling en hitt sem við höfum verið að smakka. Geðveikt gott. Hrísgrjónin í þessu er bara fyllingar en kjúklingurinn er mjúkur og næs og kjötið í hinum er „winner“. Þetta er uppgötvun ferðarinnar.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Grínistinn Dóri DNA er mikill kebab-maður og er ánægður með hve slíkum stöðum hefur fjölgað hér á landi undanfarið. Hér er Dóri að hakka í sig grísakjöt af Viking Kebab í Engihjalla. Ljósmyndir/Hari Kebabmeistarinn á Alibaba sá sjálfur um að útbúa einn með kjúklingi og frönskum inní fyrir Dóra. Dóri íbygginn að prófa Kebab Kings í Hafnar- firði í fyrsta sinn. Hann var ánægður með þá upplifun. „Djöfull er þetta gott,“ sagði sér- fræðingurinn. Hann skolaði kebabinum niður með tyrknesku djúsi sem bragðast eins og Kool Aid. 20 skyndibiti Helgin 27.-29. mars 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.